Körfubolti

Maddi­e Sutt­on í sögu­bækurnar í fá­mennum hóp

Siggeir Ævarsson skrifar
Maddie Sutton er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að ná þessum einstaka árangri
Maddie Sutton er aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að ná þessum einstaka árangri Skjáskot Sýn

Maddie Sutton, leikmaður Tindastóls, átti stórkostlegan leik á þriðjudaginn þegar hún skoraði 31 stig, tók 20 fráköst og gaf tíu stoðsendingar en aðeins þrír aðrir leikmenn í sögu deildarinnar hafa leikið þetta eftir.

Frammistaða hennar var til umræðu í Körfuboltakvöldi en hún þekkir deildina sennilega orðið ágætlega enda á sínu fimmta tímabili á Íslandi.

„Mér finnst Maddie vera algjör víkingur, það er Íslendingur í henni. Maður sér það bara hvernig hún spilar og hvað hún er gríðarlega ákveðin. Hún sækir villuna, hún sækir boltann, sækir fráköstin. Hún sækir sigrana. Hún er bara topp, allavega topp fimm.“ - Sagði Pálína Gunnlaugsdóttir um Maddie Sutton.

Hallveig Jónsdóttir velti því þó fyrir sér hvort hún væri ekki þreytt á því að vera í liðum sem vinna lítið.

„Pæliði hvað hún er samt örugglega pirruð, gaman að vera á þessu skilti og eitthvað, en þær eru ekki að vinna neitt.“

Maddie kom til Íslands fyrst 2021 og spilaði þá með Tindastóli í 1. deild. Hún spilaði svo þrjú tímabil með Þór Akureyri en kom aftur „heim“ í Tindastól fyrir tímabilið í ár. Á þessum fimm tímabilum er hún að taka tæp 17 fráköst í leik og skora rúm 19 stig, svo að það er tæplega tröllatvenna í hverjum leik að meðaltali.

Innslagið úr Körfuboltikvöldi í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Söguleg þreföld tvenna hjá Maddie Sutton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×