Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 08:31 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Fram að þessu hefur þröskuldurinn sem þessu fólki hefur verið gert að klífa til að komast inn á húsnæðismarkað verið nær ókleifur öllum, nema þeim sem hafa getað reitt sig á fjárhagslegan stuðning úr baklandi sínu. Farið verður í endurbætur á eldri kerfum auk þess sem ráðist verður í markvissar aðgerðir og uppbyggingu húsnæðis um land allt. Í fyrsta lagi á að tryggja að hlutdeildarlánin svokölluðu virki almennilega. Það verður gert með því að rýmka skilyrði fyrir lánveitingu, tryggja að þeim verði úthlutað mánaðalega. Hækka á fjárhæðina sem ríkið setur í lánveitingarnar um 1,5 milljarð króna á ári. Í öðru lagi með því að stórauka framboð á íbúðum, þar sem sérstök áhersla verður á uppbyggingu íbúða sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum. Stærsta skrefið sem stigið verður í því sambandi er uppbygging 4.000 íbúða í Úlfarsárdal. Í þriðja lagi á að hækka framlag ríkisins til uppbyggingu íbúða fyrir námsmenn og öryrkja auk félagslegra íbúða á vegum sveitarfélaga. Í fjórða lagi er ríkisstjórnin að gera sitt til að tryggja áfram framboð á verðtryggðum lánum sem henta best fyrstu kaupendum með því að bregðast hratt og fumlaust við vaxtadómi Hæstaréttar með nýju vaxtaviðmiði. Síðast en ekki síst verður tryggt að skattfrjáls nýting á séreignarsparnaði verði réttur til tíu ára sem allir eiga, ekki tilviljanakennd aðgerð sem hingað til hefur verið framlengd ár frá ári og hefur samkvæmt aðallega nýst tekjuhæstu hópum samfélagsins. Vonast var til að húsnæðispakkinn, sá stærsti í áratugi, myndi leiða til þess að Seðlabankinn myndi slaka á lánþegaskilyrðum. Tveimur dögum síðar var hann búinn að gera það, ungu fólki og fyrstu kaupendum til heilla. Svona vinnur ríkisstjórn sem lætur verkin tala. Ríkisstjórn sem þorir og framkvæmir. Svona vinnur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er kennari og sitjandi varaþingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar