57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:00 Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Frost hefur ríkt á fasteignamarkaði í heimabæ mínum undanfarin misseri en þannig þarf það alls ekki að vera. Staðreyndin er sú að fjöldi íbúa bæjarins hefur áhuga á að komast af leigumarkaði og kaupa eign. Jafnframt eru íbúar annarra svæða landsins sem vilja flytja í bæinn og kaupa á Siglufirði en hafa ekki átt erindi sem erfiði á núverandi húsnæðismarkaði. Húsnæðisverð á Íslandi hefur nefnilega hækkað meira en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarin ár og lánskjör verið afar óhagstæð. Nú hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kynnt fyrsta húsnæðispakkann sem á að taka á þessari stöðu. Ég hef trú á því að aðgerðirnar í pakkanum muni glæða fasteignamarkaðinn á Siglufirði lífi. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld smíðað vaxtaviðmið í samstarfi við Seðlabankann. Það ætti að eyða óvissu sem hefur verið uppi varðandi verðtryggð lán eftir dóminn í vaxtamálinu um daginn og veita bönkum tækifæri til að halda áfram að lána verðtryggt. Tveimur dögum eftir að pakkinn var lagður fram ákvað Seðlabankinn svo að liðka fyrir fasteignakaupum fyrstu kaupenda, sem mega nú taka allt að 90% lán fyrir sinni fyrstu eign og bankarnir hafa auk þess fengið auknar heimildir til að veita undanþágur frá greiðslubyrðarhlutfalli. Fyrstu kaupendur á Siglufirði og víðar munu svo líka geta verið í vissu um það að fá sín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu séreignarsparnaðar vegna húsnæðiskaupa, sem hægt er að nýta upp í útborgun eða ráðstafa inn á lánið í hverjum mánuði. Hið sama á við um alla sem ekki hafa nýtt séreignarleiðina til þessa. Hlutdeildarlán sem virka fyrir fleiri Síðast en ekki síst eru það svo hlutdeildarlánin, sem auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn án þess að fá lán eða meðgjöf frá foreldrum eða öðrum nákomnum. Því miður hefur þetta kerfi, eins og síðasta ríkisstjórn útfærði það, ekki virkað alveg nógu vel. Úthlutanir hlutdeildarlána hafa ekki verið nógu reglulegar, fjármögnunin hefur verið ótrygg og skilyrðin fyrir veitingu lánanna of þröng, jafnvel þrátt fyrir að þau hafi verið rýmkuð. Allt þetta og fleira til hefur svo valdið því að byggingarverktakar hafa ekki treyst sér í nægilega miklum mæli til að byggja íbúðir sérstaklega inn í úrræðið vegna þessa ófyrirsjáanleika. Þessu á að breyta með fyrrnefndum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Búið er að ákveða að hækka framlög til hlutdeildarlánakerfisins úr 4 milljörðum upp í 5,5 milljarða króna. Veita á lánin í hverjum mánuði til að auka fyrirsjáanleika og koma á samningum á milli stjórnvalda og byggingaraðila um byggingu hagkvæmra íbúða inn í kerfið. Einnig verða lántökuskilyrði rýmkuð, svo fleiri eigi kost á því að taka hlutdeildarlán. Hlutdeildarlánin má nýta til kaupa á hagkvæmum íbúðum, en einnig geta þau fengist samþykkt fyrir eldri íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins ef þær hafa verið gerðar upp sem nýjar. Ég hvet stjórnvöld til þess að liður í nýju og betra hlutdeildarlánakerfi verði að hagur verði af því að gera upp litlar íbúðir í gömlum húsum í þéttbýliskjörnum úti á landi og selja sem hagkvæmt húsnæði til fyrstu kaupenda inn í hlutdeildarlánakerfið. Einhverjar eignanna 57 sem kaupa má á Siglufirði þessa dagana gætu eflaust hentað vel í slíkt fyrirkomulag. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Gísladóttir Húsnæðismál Byggðamál Lánamál Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Frost hefur ríkt á fasteignamarkaði í heimabæ mínum undanfarin misseri en þannig þarf það alls ekki að vera. Staðreyndin er sú að fjöldi íbúa bæjarins hefur áhuga á að komast af leigumarkaði og kaupa eign. Jafnframt eru íbúar annarra svæða landsins sem vilja flytja í bæinn og kaupa á Siglufirði en hafa ekki átt erindi sem erfiði á núverandi húsnæðismarkaði. Húsnæðisverð á Íslandi hefur nefnilega hækkað meira en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarin ár og lánskjör verið afar óhagstæð. Nú hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kynnt fyrsta húsnæðispakkann sem á að taka á þessari stöðu. Ég hef trú á því að aðgerðirnar í pakkanum muni glæða fasteignamarkaðinn á Siglufirði lífi. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld smíðað vaxtaviðmið í samstarfi við Seðlabankann. Það ætti að eyða óvissu sem hefur verið uppi varðandi verðtryggð lán eftir dóminn í vaxtamálinu um daginn og veita bönkum tækifæri til að halda áfram að lána verðtryggt. Tveimur dögum eftir að pakkinn var lagður fram ákvað Seðlabankinn svo að liðka fyrir fasteignakaupum fyrstu kaupenda, sem mega nú taka allt að 90% lán fyrir sinni fyrstu eign og bankarnir hafa auk þess fengið auknar heimildir til að veita undanþágur frá greiðslubyrðarhlutfalli. Fyrstu kaupendur á Siglufirði og víðar munu svo líka geta verið í vissu um það að fá sín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu séreignarsparnaðar vegna húsnæðiskaupa, sem hægt er að nýta upp í útborgun eða ráðstafa inn á lánið í hverjum mánuði. Hið sama á við um alla sem ekki hafa nýtt séreignarleiðina til þessa. Hlutdeildarlán sem virka fyrir fleiri Síðast en ekki síst eru það svo hlutdeildarlánin, sem auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn án þess að fá lán eða meðgjöf frá foreldrum eða öðrum nákomnum. Því miður hefur þetta kerfi, eins og síðasta ríkisstjórn útfærði það, ekki virkað alveg nógu vel. Úthlutanir hlutdeildarlána hafa ekki verið nógu reglulegar, fjármögnunin hefur verið ótrygg og skilyrðin fyrir veitingu lánanna of þröng, jafnvel þrátt fyrir að þau hafi verið rýmkuð. Allt þetta og fleira til hefur svo valdið því að byggingarverktakar hafa ekki treyst sér í nægilega miklum mæli til að byggja íbúðir sérstaklega inn í úrræðið vegna þessa ófyrirsjáanleika. Þessu á að breyta með fyrrnefndum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Búið er að ákveða að hækka framlög til hlutdeildarlánakerfisins úr 4 milljörðum upp í 5,5 milljarða króna. Veita á lánin í hverjum mánuði til að auka fyrirsjáanleika og koma á samningum á milli stjórnvalda og byggingaraðila um byggingu hagkvæmra íbúða inn í kerfið. Einnig verða lántökuskilyrði rýmkuð, svo fleiri eigi kost á því að taka hlutdeildarlán. Hlutdeildarlánin má nýta til kaupa á hagkvæmum íbúðum, en einnig geta þau fengist samþykkt fyrir eldri íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins ef þær hafa verið gerðar upp sem nýjar. Ég hvet stjórnvöld til þess að liður í nýju og betra hlutdeildarlánakerfi verði að hagur verði af því að gera upp litlar íbúðir í gömlum húsum í þéttbýliskjörnum úti á landi og selja sem hagkvæmt húsnæði til fyrstu kaupenda inn í hlutdeildarlánakerfið. Einhverjar eignanna 57 sem kaupa má á Siglufirði þessa dagana gætu eflaust hentað vel í slíkt fyrirkomulag. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar