Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar