Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 22:30 Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Eftir vel ígrundaða ákvörðun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér sem oddviti Framsóknar í Hveragerði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona ákvörðun eru tímamót hjá okkur öllum sem helgum daga okkar og tíma sveitarstjórnarmálum - nærsamfélagi okkar allra. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komið að sögulegri uppbyggingu Hveragerðis þetta kjörtímabil, þakklæti fyrir að hafa komið að málum bæjarins á vettvangi bæjarstjórnar í áratug, þakklæti fyrir einstaka samherja og þakklæti fyrir allt það góða samferðafólk sem ég hef kynnst og lært af á vettvangi bæjarpólitíkur - þvert á flokka. Fyrst og fremst er ég þakklát íbúum Hveragerðisbæjar. Einstakt sveitarfélag er fyrst og alltaf fremst fólkið sem bæinn byggir. Það hefur verið mér mikill heiður og forréttindi að leiða hóp Framsóknar í Hveragerði og vinna að málefnum Hveragerðisbæjar á þessu kjörtímabili. Saman höfum við náð fram miklum og áþreifanlegum árangri sem við getum öll verið stolt af. Á kjörtímabilinu hefur Hveragerði gengið í gegnum mesta uppvaxtarskeið í sögu bæjarins. Tekjur bæjarins hafa aldrei verið meiri og við höfum fundið nýja tekjustofna sem skapa sterkan grunn fyrir framtíðina. Löngu tímabær innviðauppbygging er komin af stað og er hvergi nærri hætt. Stjórnsýsla hefur tekið stakkaskiptum, í takt við bæ í gæðavexti. Velferðarmál hafa eflst til muna og álögur á barna og fjölskyldufólk hafa minnkað skipulega allt kjörtímabilið og eru nú með því lægsta á landsvísu í Hveragerði. Við höfum staðið að stórum og mikilvægum verkefnum sem styrkja bæinn til framtíðar: • Stækkun Grunnskólans í Hveragerði, sem tryggir betra rými fyrir fjölbreytt nám og vaxandi hóp nemenda. • Ný og glæsileg viðbygging við leikskólann Óskaland, setur ný viðmið í gæðum leikskólamála, tæmir biðlista eftir leikskólaplássi, eykur þjónustu við ungar fjölskyldur og bætir starfsskilyrði starfsfólks. • Ný skólphreinsistöð leysir loks áskorun fráveitumála í bænum og setur ný viðmið í gæðum og fagmennsku í þessum málaflokki. • Nýtt og glæsilegt hverfi er tekið að myndast í Tröllahrauni, Kambalandi. Fyrstu ellefu lóðunum hefur verið úthlutað - þar sem mikil eftirspurn var og fjöldi umsókna. • Fyrsti gufuhitaði gervigrasvöllur landsins er á lokametrum framkvæmda. Heilsárs knattspyrnuvöllur í bestu gæðum er mesta aðstöðu bylting í sögu knattspyrnu í Hveragerði - þá geta börn, ungmenni og fullorðnir æft og keppt allt árið við bestu aðstæður. • Nýtt íþróttahús við þess gamla góða í Skólamörkinni gjörbreytir aðstöðu fyrir inni- íþróttagreinar í Hveragerði auk þess að sérhæfð aðstaða fyrir fimleika verður einnig í nýja húsinu. • Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins í takt við breytta tíma með áherslu á skilvirkni, þjónustu og gagnsæi hafa gengið í gegn á kjörtímabilinu. • Fjárhagur bæjarins hefur styrkst, ársreikningur síðasta árs var með einstaka niðurstöðu og fyrstu drög að fjármálaáætlun fyrir árið 2026 sýnir sögulega góða útgönguspá reksturs. • Fjölbreytt menningarverkefni sem hafa styrkt bæjarbraginn og samstöðu íbúa. • Á kjörtímabilinu hefur einnig verið lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar, sem kristallast í eflingu skóla- og velferðarþjónustunnar. • Settar voru á foreldragreiðslur, sem auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og atvinnu, frístundastyrkur barna og ungmenna hækkaði um 92% á kjörtímabilinu. Þessi verkefni endurspegla þá trú Framsóknar að sterkar fjölskyldur séu hornsteinn öflugs samfélags. Þetta hefur verið tími framfara, samstöðu og árangurs, og ég er ómetanlega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu ábyrgðarhlutverki. Ég vil færa samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn, öllu starfsfólki bæjarins og íbúum Hveragerðis mínar innilegustu þakkir fyrir gott samstarf, stuðning og samstöðu á undanförnum árum. Það er sannur heiður að hafa fengið að vinna fyrir Hvergerðinga og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur einkennt þetta kjörtímabil. Ég mun njóta þess áfram að fylgja eftir góðum verkefnum fram á vorið í bæ gæða mannlífs og blóma. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun