Körfubolti

Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni?

Siggeir Ævarsson skrifar
Sævar er hrifinn af ungum drengjum að sögn Stefáns Árna
Sævar er hrifinn af ungum drengjum að sögn Stefáns Árna Skjáskot Sýn

Nokkrir ungir leikmenn hafa sett mark sitt á Bónus-deild karla þetta haustið en Sævars Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, fór yfir það hverjir hafa skarað fram úr og hverjir eru að banka á dyrnar.

Sævar nefndi fyrst þá sex leikmenn sem rétt misstu af sæti topp þrír á listanum en eru engu að síður búnir að vekja athygli fyrir vasklega frammistöðu. Þetta eru þeir Hilmar Arnarson (Álftanes), Kristján Fannar Ingólfsson (ÍR), Jakob Leifsson (Stjarnan), Atli Hrafn Hjartarson (Stjarnan), Frosti Valgarðsson (Ármann) og Kári Kaldal (Ármann).

Í efstu sætunum eru svo tveir 19 ára piltar og einn tvítugur, sem allir hafa verið að skila drjúgu framlagi til sinna liða í upphafi tímabils. Lesendur geta mögulega giskað á hvernig listinn hans Sævars yfir bestu ungu leikmenn deildarinnar lítur út en til að fá svarið þarf að horfa á innslagið í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld - Bestu ungu strákarnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×