Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. október 2025 08:31 Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar