Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 13:46 Michael Jordan á árunum með Chicago Bulls þegar hann var besti og vinsælasti körfuboltamaður heims. Getty/Bongarts NBA-goðsögnin Michael Jordan verður nú meira áberandi í umfjöllum um deildina en síðustu áratugi eftir að hann samdi um að koma reglulega fram í nýjum körfuboltaþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Þátturinn heitir „MJ: Insights to Excellence“ og þar mun Jordan segja sína skoðun á því sem er í gangi í NBA-deildinni hverju sinni. Í nýjasta þættinum gagnrýndi Michael Jordan álagsstjórnun í NBA í dag. Leikmenn missa af mörgum leikjum vegna þess og áhorfendur missa af tækifæri til að sjá hetjurnar spila. Þegar viðmælandinn Mike Tirico spurði Jordan hvað honum fyndist um hugmyndina um álagsstjórnun fór Jordan ekki felur með skoðanir sínar. Michael Jordan shares his thoughts on load management on the second installment of MJ: Insights to Excellence.“I never wanted to miss a game because it was an opportunity to prove...the fans are there to watch me play." pic.twitter.com/h7g6krplDQ— NBA on NBC and Peacock (@NBAonNBC) October 29, 2025 „Fyrst og fremst ætti ekki að vera þörf á slíku,“ sagði Jordan. Hann missti ekki af mörgum leikjum á sínum ferli. Hann lék alla 82 leikina á níu tímabilum og á bilinu 78 til 81 leik á þremur tímabilum til viðbótar. Jordan var með 30,1 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 1072 leikjum í NBA. „Ég vildi aldrei missa af leik vegna þess að hver leikur var tækifæri til að sýna mig. Ég fann fyrir því að aðdáendurnir væru mættir til að horfa á mig spila. Ég vildi heilla þennan gaur hátt uppi í rjáfrum sem lagði líklega allt í sölurnar til að fá miða eða redda sér pening til að kaupa miðann,“ sagði Jordan. „Ég veit að hann er líklega að öskra á mig og ég vil þagga niður í honum,“ sagði Jordan. „Þú veist, hann kallar mig alls kyns nöfnum. Ég vil þagga niður í honum með frammistöðu minni. Þú hefur skyldu til að sjá þig, ef þeir vilja sjá þig, og sem skemmtikraft, þá vil ég sýna það. Ekki satt,“ sagði Jordan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Jordan sagði líka söguna af því að spila með tognaðan ökkla snemma á ferlinum sínum því hann vildi skapa sér nafn. Og margir körfuboltaaðdáendur, sérstaklega þeir sem eru í Utah, muna eftir því sem hann gerði í fimmta leik NBA-úrslitakeppninnar árið 1997. Jordan er á því að hann hafi verið að glíma við matareitrun þann 11. júní 1997, daginn sem fimmti leikurinn í þeirri seríu gegn Jazz fór fram. Hann var mjög veikur og rúmliggjandi þar til um níutíu mínútum fyrir leik. Leikurinn er frægur sem „Flensuleikurinn“, en í honum skoraði Jordan 38 stig, leiddi Chicago til sigurs sem þýddi að Bulls var einum sigri frá NBA titlinum. Jordan féll síðan örmagna niður á bringu liðsfélaga síns, Scottie Pippen, í leikslok. „Ég ætlaði að finna leið til að komast út á gólfið, jafnvel þótt ég væri blekking,“ sagði Jordan. „Ég vissi að þegar ég er kominn úti á gólfið, þá veit maður aldrei hvað gerist. Það næsta sem maður veit af eru tilfinningarnar, aðstæðurnar og þarfir liðsins. Allt þetta fékk mig til að hugsa: „Ég ætla að klára þetta“,“ sagði Jordan. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Þátturinn heitir „MJ: Insights to Excellence“ og þar mun Jordan segja sína skoðun á því sem er í gangi í NBA-deildinni hverju sinni. Í nýjasta þættinum gagnrýndi Michael Jordan álagsstjórnun í NBA í dag. Leikmenn missa af mörgum leikjum vegna þess og áhorfendur missa af tækifæri til að sjá hetjurnar spila. Þegar viðmælandinn Mike Tirico spurði Jordan hvað honum fyndist um hugmyndina um álagsstjórnun fór Jordan ekki felur með skoðanir sínar. Michael Jordan shares his thoughts on load management on the second installment of MJ: Insights to Excellence.“I never wanted to miss a game because it was an opportunity to prove...the fans are there to watch me play." pic.twitter.com/h7g6krplDQ— NBA on NBC and Peacock (@NBAonNBC) October 29, 2025 „Fyrst og fremst ætti ekki að vera þörf á slíku,“ sagði Jordan. Hann missti ekki af mörgum leikjum á sínum ferli. Hann lék alla 82 leikina á níu tímabilum og á bilinu 78 til 81 leik á þremur tímabilum til viðbótar. Jordan var með 30,1 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 1072 leikjum í NBA. „Ég vildi aldrei missa af leik vegna þess að hver leikur var tækifæri til að sýna mig. Ég fann fyrir því að aðdáendurnir væru mættir til að horfa á mig spila. Ég vildi heilla þennan gaur hátt uppi í rjáfrum sem lagði líklega allt í sölurnar til að fá miða eða redda sér pening til að kaupa miðann,“ sagði Jordan. „Ég veit að hann er líklega að öskra á mig og ég vil þagga niður í honum,“ sagði Jordan. „Þú veist, hann kallar mig alls kyns nöfnum. Ég vil þagga niður í honum með frammistöðu minni. Þú hefur skyldu til að sjá þig, ef þeir vilja sjá þig, og sem skemmtikraft, þá vil ég sýna það. Ekki satt,“ sagði Jordan. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Jordan sagði líka söguna af því að spila með tognaðan ökkla snemma á ferlinum sínum því hann vildi skapa sér nafn. Og margir körfuboltaaðdáendur, sérstaklega þeir sem eru í Utah, muna eftir því sem hann gerði í fimmta leik NBA-úrslitakeppninnar árið 1997. Jordan er á því að hann hafi verið að glíma við matareitrun þann 11. júní 1997, daginn sem fimmti leikurinn í þeirri seríu gegn Jazz fór fram. Hann var mjög veikur og rúmliggjandi þar til um níutíu mínútum fyrir leik. Leikurinn er frægur sem „Flensuleikurinn“, en í honum skoraði Jordan 38 stig, leiddi Chicago til sigurs sem þýddi að Bulls var einum sigri frá NBA titlinum. Jordan féll síðan örmagna niður á bringu liðsfélaga síns, Scottie Pippen, í leikslok. „Ég ætlaði að finna leið til að komast út á gólfið, jafnvel þótt ég væri blekking,“ sagði Jordan. „Ég vissi að þegar ég er kominn úti á gólfið, þá veit maður aldrei hvað gerist. Það næsta sem maður veit af eru tilfinningarnar, aðstæðurnar og þarfir liðsins. Allt þetta fékk mig til að hugsa: „Ég ætla að klára þetta“,“ sagði Jordan.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira