Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 28. október 2025 08:03 Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á föstudagsmorgun vaknaði ég örmagna. Yngri sonur minn var búinn að vera lasinn, mikill hiti og eyrnabólga. Þennan sama dag var kvennafrí. Vinkonur mínar höfðu reynt að hóa í mig en ég vildi vera heima með strákunum mínum, enda ekki boðlegt að skilja þá eftir heima og enginn að leysa mig af. Það var kuldalegt úti en fallegt veður. Við gerðum hrekkjavökuföndur og horfðum á kvikmynd undir sæng, notaleg stund. Vinkonur mínar voru farnar af stað og heyrði ég óminn frá kvennafrísgöngunni heim til mín. Mig dauðlangaði að fara en skyldan kallaði. Story-in fóru að hrannast inn. Instagram kynsystra minna fylltist af myndum úr göngunni sem hjá mörgum endaði í Gamla bíó þar sem var skálað með ráðherrum úr Viðreisn. Ég lít út um gluggann og sé tvær konur rogast úr stigaganginum á móti með ryksugur og skúringafötur yfir í fyrirtækjabíl. Á sama tíma var ég í símtali við vin minn sem starfar á skrifstofu, þar höfðu allar samstarfskonur hans gengið út nema ein erlend sem varð eftir og þreif skrifstofuna. Á meðan vinkonur mínar, sem gegna flestar stjórnunarstöðum eða reka sitt eigið fyrirtæki skáluðu fyrir kvennafríi sat einstæð móðir heima að huga að veiku barni sínu og konur í einni af láglaunuðustu starfsstéttum landsins sáu um að halda heimilum og vinnustöðum hreinum. Ég er afar þakklát öllum þeim konum sem ruddu brautina og öllum þeim framförum sem við höfum náð á þessum 50 árum. Mér finnst vert að við gleymum aldrei þeirri baráttu sem formæður okkar herjuðu fyrir okkur. Mér finnst þó mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið, svo langt að þær sjá ekki kynsystur sínar sem enn ryksuga glerbrotin þar fyrir neðan. Höfundur er móðir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun