Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar 27. október 2025 09:31 Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Steinn Jóhannsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun