Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar 27. október 2025 09:31 Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Steinn Jóhannsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun