Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar 25. október 2025 11:01 Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar