Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa 24. október 2025 11:01 Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar