Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 23. október 2025 13:00 Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar