Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 23. október 2025 13:00 Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stundin er runnin upp! Þann 24. október eru 50 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975 en þá þustu konur þessa lands út á göturnar, kröfðust launajafnréttis og að störf þeirra, launuð jafnt sem ólaunuð yrðu metin að verðleikum. Hvaða árangur hefur náðst? Konur hafa að jafnaði 20% minni tekjur en karlar og þær eru líklegri til að vera í hlutastörfum til að geta sinnt ólaunuðum og ósýnilegum heimilis- og umönnunarstörfum innan fjölskyldunnar. Ævitekjur kvenna eru því mun minni en karla – þar munar um tugi milljóna króna. Heilbrigðisstéttir innan BHM hafa alla jafna 4-6 ára háskólamenntun að baki. Verulegur hluti námsins er verklegur og fer fram á vettvangi stofnana og fyrirtækja sem sinna félags- og heilbrigðisþjónustu. Að loknu námi er krafist starfsleyfis frá Embætti landlæknis og um heilbrigðisstarfsfólk gilda sérstök lög ólíkt mörgum öðrum fagstéttum. Það má því segja að heilbrigðisstéttir hafi ríkari skyldur í störfum sínum en almennt gerist – og þó nú væri. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um virði háskólamenntunar sýnir, svo ekki verður um villst að fagfólk í heilbrigðisgreinum fær ekki laun í samræmi við menntun. Þetta er gömul saga og ný. Gömlu fréttirnar eru líka þær að kvennastéttirnar, svonefndar einkeypisstéttir fá lægstu launin. Þar virka engin markaðslögmál og lítið sem ekkert hefur breyst. Það að launa hefðbundnar kvennastéttir til jafns á við karlastéttir er pólitísk ákvörðun og tæknileg útfærsla. Viðhorfin virðast vega þungt í þessum efnum – er það þess vegna sem leiðrétting launa gengur svona hægt? Háskólamenntaðar konur þéna almennt á við karla með stúdentspróf yfir starfsævina, sem endurspeglar vanmat á námi og mikilvægi starfanna sem um ræðir. Kvennastéttirnar halda nefnilega uppi velferðarkerfunum! Afleiðingin er sú að ungt fólk sér ekki hag í að mennta sig til starfa í félags- og heilbrigðiskerfinu. Það er skortur á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki og með hækkandi aldri þjóðarinnar mun eftirspurnin aukast til muna. Það er ekki nóg að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu og aðrar tæknilausnir til að svara þjónustuþörfinni – það hefur nefnilega sýnt sig að mannlegi þátturinn og fagmennskan þarf að fylgja. Þetta sýna rannsóknir, til dæmis þegar um ýmis konar velferðartækni er að ræða. Kerfin okkar eru ósjálfbær eins og staðan er í dag. Við erum stödd í velferðarkreppu og við vitum það öll, stjórnvöld vita það líka en virðast loka augum og eyrum. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að auka aðsókn í nám í heilbrigðisgreinum? Það er bæði mönnunarvandi og nýliðunarvandi í mörgum af þessum fagstéttum. Það er deginum ljósara að laun og kjör þurfa að endurspegla ábyrgð, álag og ríkar kröfur um faglega færni. Þekkt er að stöðug upplifun af vanmati á virði starfa heilbrigðisstarfsfólks eykur hættu á heilsubresti og kulnun í vinnunni. Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir formaður Félags lífeindafræðinga Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga Laufey Elísabet Gissurardóttir formaður Þroskaþjálfafélags Íslands Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands Þóra Leósdóttir formaður Iðjuþjálfafélags Íslands
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun