Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar 23. október 2025 11:02 Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjölmiðlar Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun