Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar 20. október 2025 14:47 4,15 kr. pr. kílómetra fyrir bifhjól er langt frá því að vera ásættanleg skattheimta í samanburði við slit á vegum sem bifhjól valda því það er svo gott sem ekkert hlutfallslega við önnur ökutæki. Bifhjólafólk lítur svo á að það sé sanngjörn krafa að ef af kílómetragjaldinu verði, verði það reiknað út í nákvæmu hlutfalli við fólksbíla og flutningabíla þar sem slit á vegum af völdum bifhjóla er margfalt minna. Vöruflutningabílar greiða meira, sem þýðir að bifhjól ættu hlutfallslega að greiða miklu minna. Bifhjólum er almennt ekki ekið yfir erfiðustu vetrarmánuðina, og því engin nagladekk sem síta vegum landsins af þeirra völdum. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið um vegi með lítilli umferð. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið til skemmtunar af og til frekar en til daglegra ferða til og frá vinnu. Gjaldið sem lagt er til er alltof hátt, sérstaklega þegar haft er í huga hversu léleg umferðarmannvirkin eru fyrir bifhjól og viðhald vegakerfisins tekur lítið sem ekkert tillit til bifhjólafólks. Kílómetragjaldið sem lagt er til er líka algjör rökleysa miðað við litla mengun/útblástur bifhjóla. Réttlætir þessi slóði kílómetragjald af bifhjólafólki?Hjörtur L. Jónsson Ástand vega og gatna og umhverfis þeirra er óásættanlegt fyrir bifhjól. Eðlisfræði bifhjólaaksturs er önnur en annarra ökutækja og holur, lausamöl, malbiksblæðingar o.s.frv. eru mun líklegri til að valda hættu og slysum á bifhjólafólki. Bifhjólafólk hefur tekið höndum saman og stofnað Facebook hóp sem heitir "Ekki okkar vegir" til að vara hvert annað við slæmum akstursaðstæðum í vegakerfinu. Áætlun stjórnvalda er að lækka bensín- og olíuverð og Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar (BLS), hefur enga trú á því að það verði niðurstaðan. Fyrirliggjandi tillaga að þessari skattheimtu gerir notkun bifhjóla ekki eins vænlegan kost og áður, sem gengur gegn því markmiði yfirvalda að draga úr mengun og uhverfisáhrifum af umferð. BLS er meðlimur í FEMA (Federation of European Motorcyclists' Association) og samkvæmt öðrum félögum í samtökunum hefur verið reynt að innleiða kílómetragjald í fleiri en einu landi en það hefur alltaf mistekist, meðal annars vegna persónuverndarlaga, t.d. í Finnlandi. Kostnaðurinn við að innleiða kílómetragjaldið og viðhalda því kerfi verður meiri en hagurinn af því að mati FEMA. Það er óhætt að reikna með því að sá einstaklingur sem á og ekur bifhjóli á líka og ekur bifreið. Þannig má líka reikna með því að kílómetragjald/skattur verði innheimtur af viðkomandi einstaklingi og að sá skattur mun fara í snjómokstur, vegamerkingar og fleira. Hann er því búinn að greiða þann skatt einu sinni fyrir bifreið sína og á sannarlega ekki að greiða hann tvisvar! Bifhjól/Skellinöðrur/Vespur eru hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti.Matthías Arngrímsson Bifhjólafólk krefst þess af stjórnvöldum, Vegagerðinni, veghöldurum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum að Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, fái sæti við samningaborðið og í umræðum þar sem hagsmuna- og öryggismál bifhjólafólks og umferðarmál almennt eru rædd. Bifhjólafólk er marktækur hagsmunahópur, fjölbreyttur hópur kjósenda, skattgreiðenda og foreldra sem hefur sterkar og mikilvægar skoðanir á öryggi sínu og annarra í umferðinni. Til að "toppa svo vitleysuna" verður, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, sem lögð hefur verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagður enn hærri skattur á þá sem hugsa sér að eiga bifhjól, með því að vörugjald af ökutækjum sem áður báru 30% gjald hækkar í 40%! Hér er um að ræða minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Þrjátíu prósent vörugjald var nógu hátt fyrir, og var heldur ekki til að styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda eða umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur er ekki hvattur til að nota hagsýna ferðamáta eins og bifhjól, með þessari ósanngjörnu og óþarfa skattheimtu. Höfundur er meðlimur í BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthías Arngrímsson Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
4,15 kr. pr. kílómetra fyrir bifhjól er langt frá því að vera ásættanleg skattheimta í samanburði við slit á vegum sem bifhjól valda því það er svo gott sem ekkert hlutfallslega við önnur ökutæki. Bifhjólafólk lítur svo á að það sé sanngjörn krafa að ef af kílómetragjaldinu verði, verði það reiknað út í nákvæmu hlutfalli við fólksbíla og flutningabíla þar sem slit á vegum af völdum bifhjóla er margfalt minna. Vöruflutningabílar greiða meira, sem þýðir að bifhjól ættu hlutfallslega að greiða miklu minna. Bifhjólum er almennt ekki ekið yfir erfiðustu vetrarmánuðina, og því engin nagladekk sem síta vegum landsins af þeirra völdum. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið um vegi með lítilli umferð. Bifhjól eru líklegri til að vera ekið til skemmtunar af og til frekar en til daglegra ferða til og frá vinnu. Gjaldið sem lagt er til er alltof hátt, sérstaklega þegar haft er í huga hversu léleg umferðarmannvirkin eru fyrir bifhjól og viðhald vegakerfisins tekur lítið sem ekkert tillit til bifhjólafólks. Kílómetragjaldið sem lagt er til er líka algjör rökleysa miðað við litla mengun/útblástur bifhjóla. Réttlætir þessi slóði kílómetragjald af bifhjólafólki?Hjörtur L. Jónsson Ástand vega og gatna og umhverfis þeirra er óásættanlegt fyrir bifhjól. Eðlisfræði bifhjólaaksturs er önnur en annarra ökutækja og holur, lausamöl, malbiksblæðingar o.s.frv. eru mun líklegri til að valda hættu og slysum á bifhjólafólki. Bifhjólafólk hefur tekið höndum saman og stofnað Facebook hóp sem heitir "Ekki okkar vegir" til að vara hvert annað við slæmum akstursaðstæðum í vegakerfinu. Áætlun stjórnvalda er að lækka bensín- og olíuverð og Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar (BLS), hefur enga trú á því að það verði niðurstaðan. Fyrirliggjandi tillaga að þessari skattheimtu gerir notkun bifhjóla ekki eins vænlegan kost og áður, sem gengur gegn því markmiði yfirvalda að draga úr mengun og uhverfisáhrifum af umferð. BLS er meðlimur í FEMA (Federation of European Motorcyclists' Association) og samkvæmt öðrum félögum í samtökunum hefur verið reynt að innleiða kílómetragjald í fleiri en einu landi en það hefur alltaf mistekist, meðal annars vegna persónuverndarlaga, t.d. í Finnlandi. Kostnaðurinn við að innleiða kílómetragjaldið og viðhalda því kerfi verður meiri en hagurinn af því að mati FEMA. Það er óhætt að reikna með því að sá einstaklingur sem á og ekur bifhjóli á líka og ekur bifreið. Þannig má líka reikna með því að kílómetragjald/skattur verði innheimtur af viðkomandi einstaklingi og að sá skattur mun fara í snjómokstur, vegamerkingar og fleira. Hann er því búinn að greiða þann skatt einu sinni fyrir bifreið sína og á sannarlega ekki að greiða hann tvisvar! Bifhjól/Skellinöðrur/Vespur eru hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti.Matthías Arngrímsson Bifhjólafólk krefst þess af stjórnvöldum, Vegagerðinni, veghöldurum, verktökum og öðrum hagsmunaaðilum að Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, fái sæti við samningaborðið og í umræðum þar sem hagsmuna- og öryggismál bifhjólafólks og umferðarmál almennt eru rædd. Bifhjólafólk er marktækur hagsmunahópur, fjölbreyttur hópur kjósenda, skattgreiðenda og foreldra sem hefur sterkar og mikilvægar skoðanir á öryggi sínu og annarra í umferðinni. Til að "toppa svo vitleysuna" verður, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, sem lögð hefur verið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, lagður enn hærri skattur á þá sem hugsa sér að eiga bifhjól, með því að vörugjald af ökutækjum sem áður báru 30% gjald hækkar í 40%! Hér er um að ræða minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól. Þrjátíu prósent vörugjald var nógu hátt fyrir, og var heldur ekki til að styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda eða umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur er ekki hvattur til að nota hagsýna ferðamáta eins og bifhjól, með þessari ósanngjörnu og óþarfa skattheimtu. Höfundur er meðlimur í BMW mótorhjólaklúbbnum á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar