Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar 20. október 2025 13:00 Tillaga stjórnvalda um að hækka vörugjöld á mótorhjól og afnema niðurfellingu á vörugjöldum af keppnistækjum til íþróttaiðkunar er skref í ranga átt. Slík breyting myndi bitna beint á íþróttafólki, fyrirtækjum og samfélögum sem byggja upp mótorsport á Íslandi — og er engan veginn í takt við raunveruleikann. Mótorhjól eru ekki bílar, og ættu ekki að vera skattlögð eins. Þau eru mun léttari, valda minni vegsliti, taka minna pláss í umferð og menga minna en hefðbundnar bifreiðar. Víða í Evrópu eru mótorhjól hvött sem vistvænni samgöngumáti — en hér á landi virðist stefnt í þveröfuga átt. Mótorhjólasport er íþrótt, ekki munaður. Keppnistæki eru ekki notuð í almennri umferð heldur á lokuðum brautum og við skipulagt íþróttastarf. Þrátt fyrir það greiða keppendur nú þegar eldsneytisskatt, sem samkvæmt lögum á að renna til viðhalds og uppbyggingar vegakerfisins. Þeir greiða því fyrir vegi sem þeir nota ekki. Að leggja ofan á það hærri vörugjöld væri einfaldlega ósanngjarnt og óskynsamlegt. Afnám niðurfellinga og hærri skattar munu draga úr þátttöku ungs fólks, veikja íþróttastarf, grafa undan atvinnustarfsemi tengdri mótorsporti og ganga þvert á markmið í loftslags- og samgöngumálum. Við hvetjum stjórnvöld til að endurhugsa þessa stefnu. Mótorhjól eru hluti af lausninni, ekki vandamálið. Íþróttafólk og fyrirtæki sem byggja upp jákvætt samfélag í kringum mótorsport á ekki að vera skattlögð eins og lúxusnotendur. Það væri skynsamlegra að skapa umhverfi sem styður við þessa íþrótt — ekki að refsa henni. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþóttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Bifhjól Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnvalda um að hækka vörugjöld á mótorhjól og afnema niðurfellingu á vörugjöldum af keppnistækjum til íþróttaiðkunar er skref í ranga átt. Slík breyting myndi bitna beint á íþróttafólki, fyrirtækjum og samfélögum sem byggja upp mótorsport á Íslandi — og er engan veginn í takt við raunveruleikann. Mótorhjól eru ekki bílar, og ættu ekki að vera skattlögð eins. Þau eru mun léttari, valda minni vegsliti, taka minna pláss í umferð og menga minna en hefðbundnar bifreiðar. Víða í Evrópu eru mótorhjól hvött sem vistvænni samgöngumáti — en hér á landi virðist stefnt í þveröfuga átt. Mótorhjólasport er íþrótt, ekki munaður. Keppnistæki eru ekki notuð í almennri umferð heldur á lokuðum brautum og við skipulagt íþróttastarf. Þrátt fyrir það greiða keppendur nú þegar eldsneytisskatt, sem samkvæmt lögum á að renna til viðhalds og uppbyggingar vegakerfisins. Þeir greiða því fyrir vegi sem þeir nota ekki. Að leggja ofan á það hærri vörugjöld væri einfaldlega ósanngjarnt og óskynsamlegt. Afnám niðurfellinga og hærri skattar munu draga úr þátttöku ungs fólks, veikja íþróttastarf, grafa undan atvinnustarfsemi tengdri mótorsporti og ganga þvert á markmið í loftslags- og samgöngumálum. Við hvetjum stjórnvöld til að endurhugsa þessa stefnu. Mótorhjól eru hluti af lausninni, ekki vandamálið. Íþróttafólk og fyrirtæki sem byggja upp jákvætt samfélag í kringum mótorsport á ekki að vera skattlögð eins og lúxusnotendur. Það væri skynsamlegra að skapa umhverfi sem styður við þessa íþrótt — ekki að refsa henni. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþóttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun