Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. október 2025 08:00 Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar