Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:33 Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar