Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 16. október 2025 17:30 Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fangelsismál Fíkn Fjölskyldumál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa tvö mál verið áberandi í umræðunni; skortur á úrræðum fyrir börn í vímuefnaneyslu og slæm staða í fangelsismálum. Í báðum málaflokkum er margumtöluð innviðaskuld átakanleg. Þarna birtast okkur mjög veikir hlekkir í keðjunni sem mótar velferðarkerfið okkar. En hvar byrjar þessi keðja? Erum við að standa okkur nógu vel þegar kemur að því að búa börnum og nýjum foreldrum til öruggt umhverfi? Síðan 2014 hafa Norðmenn verið að prófa sig áfram og rannsaka á sama tíma verkefnið Sammen pa vei. Fyrirmyndin er 40 ára alþjóðlegt verkefni sem heitir Nurse Family Partnership sem er til staðar í fjölda landa. Verkefnið er á vegum Barnaverndarstofu í Noregi og gengur út á að grípa tilvonandi mæður sem hafa upplifað áföll, alist upp við krefjandi aðstæður eða búa við veikt félagslegt umhverfi. Konum er boðið upp á stuðning á meðgöngu og á fyrstu árum barnsins, á viðkvæmasta mótunartíma hvers barns. Konurnar hafa aðgang að fagmanneskju sem þær geta leitað til án hindrana sem heimsækir líka móðurina aðra hvora viku. Viðkomandi hjálpar mæðrum að takast á við áskoranir sem þær standa frammi fyrir, hvort sem er að ná tökum á fjármálum, svara spurningum um uppeldi og leiðbeina um bestu aðferðir við umönnun barnanna og valdeflingu sem dæmi. Ég átti nýverið samtal við konu sem nýtti þessa þjónustu og gaf mér leyfi til að vitna í orð sín, með leyfi forseta: „Það var ómetanleg tilfinning að upplifa að maður væri séður af velferðarkerfinu á viðkvæmum tímamótum í lífinu. Stuðningurinn og eftirfylgnin sem ég fékk fyrstu tvö árin í lífi barnsins míns gaf mér styrkinn og sjálfstraustið sem ég þurfti til þess að koma í veg fyrir að barnið mitt erfði mín eigin áföll og áföll kynslóðanna á undan mér." Við þurfum ekki að finna upp hjólið, en við verðum að finna leiðir til að standa betur með foreldrum og búa börnum öruggt umhverfi. Mér finnst full ástæða til þess að skoða betur það sem hefur virkað í löndum sem við berum okkur saman við með það fyrir augum að styrkja velferðarkerfið okkar. Þess vegna ætla ég að fara aðeins betur ofan í saumana á þessu verkefni. Nánar um Family Nurse Partnership Eins og áður sagði er Family Nurse Partnership (FNP) stuðningsverkefni fyrir ungar mæður sem eru í viðkvæmri stöðu. Verkefnið nýtist bæði foreldrum og barni, en er unnið fyrst og fremst í gegnum móðurina. Maki móður tekur einnig virkan þátt sem styrkir framkvæmd verkefnisins og bætir árangur fyrir barnið eins og kemur fram í skýrslu Fatherhood Institute frá árinu 2022. Markmiðið er að styrkja foreldrahæfni, bæta heilsu og efla félagslega og efnahagslega stöðu fjölskyldunnar. FNP er leyfisbundið verkefni og þróað við háskólann í Colorado í Denver, Bandaríkjunum og er innleitt í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Norður-Írlandi, Búlgaríu og Noregi. Á 40 ára líftíma verkefnisins hefur orðið til alþjóðlegt net fagfólks sem deilir reynslu milli landa, en verkefnið er rannsóknarbundið. Rannsóknir sýna að FNP stuðlar að verulegum umbótum fyrir mæður og börn þeirra bæði heilsufarslega og félagslega. Langtímarannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og Kanada sýna að konur sem taka þátt í FNP eru líklegri til að ganga með börnin sín fulla meðgöngu og fæða börn í eðlilegri fæðingarþyngd. Þær eru líklegri til að halda áfram brjóstagjöf og nýta bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar og ólíklegri til að reykja á meðgöngu eða hefja tóbaksnotkun á ný eftir fæðingu. Þátttakendur í verkefninu eru líklegri til að halda áfram námi eða verða aftur virk í atvinnuþátttöku. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfstæði og framtíðarhorfur mæðranna, ekki aðeins á heilsu þeirra og barna heldur árangur í lífinu almennt. Langtímarannsóknir sýna að börn mæðra sem fengu stuðning í gegnum NFP eru með betri námsárangur og félagsfærni, minni hegðunarvandamál og eru ólíklegri til að verða skjólstæðingar lögreglu og dómskerfisins. Einnig hefur komið í ljós að mæðurnar sjálfar eru ólíklegri til að verða fyrir ofbeldi eða beita ofbeldi. Greiningar sýna að fyrir hvern dollara sem fjárfest er í FNP geta sparast þrír til sex dollarar til lengri tíma í heilbrigðis-, mennta- og réttarkerfi. Árangurinn byggir ekki aðeins á fræðslu, heldur á tengslum, trúnaði og samfelldri eftirfylgni. Mæðurnar fá einstaklingsmiðaða þjónustu frá einstaklingi sem þær treysta og hefur hlotið sérstaka þjálfun til að sinna verkefninu. FNP sýnir að snemmtæk íhlutun virkar þegar ungar mæður í viðkvæmri stöðu fá raunverulegan stuðning, trúnað og fræðslu frá fagfólki. Börn geta villst af leið vegna ýmissa ástæða og vandi þeirra á sér ekki alltaf rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, en í einhverjum tilfellum er það þó þannig. Allir foreldrar vilja gera sitt besta en það getur verið flókið að rjúfa vítahring áfalla fyrri kynslóða og koma í veg fyrir að þau flytjist áfram til nýrra kynslóða. Eins og rannsóknir á FNP sýna fram á þá geta utanaðkomandi langtímaaðstoð á þessum viðkvæma tímapunkti í lífi ungra kvenna gert gæfumun, bæði fyrir þær og ekki síður börnin. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun