Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 11:01 Framarar fengu öflugan stuðning á fyrsta heimaleik sínum í Evrópudeildinni og gerðu vel við gesti sína frá Porto sem eins og sjá má voru þakklátir og skildu eftir skilaboð þess efnis í búningsklefa sínum. Samsett Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. „Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb. Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
„Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb.
Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira