Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. október 2025 20:49 Danielle Rodriguez og félagar í Njarðvík byrja tímabilið vel. Vísir/Anton Njarðvíkurkonur héldu áfram góðri byrjun sinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi heimasigur á Tindastólskonum í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 22 stiga mun, 92-70, eftir að hafa verið tólf stigum yfir í hálfleik, 45-33. Njarðvíkurkonur hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins en hinir tveir voru báðir á útivelli. Þær ætluðu að byrja vel á heimavelli líka og gestirnir frá Sauðárkróki réðu lítið við mjög öflugt Njarðvíkurlið. Brittany Dinkins var með 21 stig, 9 fráköst og 16 stoðsendingar fyrir Njarðvík, Paulina Hersler skoraði 18 stig og Danielle Rodriguez var með 16 stig. Madison Sutton (26 stig, 21 frákast og 6 stoðsendingar) og Marta Hermida (20 stig og 8 stoðsendingar) voru öflugar en það dugði skammt. Nágrannarnir Njarðvík og Grindavík eru því einu liðin með fullt hús eftir þrjá leiki. Tindastóll er með einn sigur í þremur leikjum. Njarðvík tók uppkastið og byrjaði á því að setja niður þriggja stiga skot úr horninu til þess að setja tóninn fyrir það sem koma skyldi. Tindastóll átti góð móment en voru alltaf skrefinu á eftir þeim grænklæddu sem leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta 22-15. Njarðvík var með fullkomna stjórn á leiknum. Þær voru að setja góð skot og standa vörnina virkilega vel. Tindastóll átti í stökustu vandræðum með góða pressuvörn Njarðvíkur. Bæði lið áttu sína kafla en staðan í hálfleik var 45-33 Njarðvík í vil. Þær grænklæddu mættu með krafti út úr hálfleiknum og gáfu engann afslátt. Brittany Dinkins setti þrist seint í leikhlutanum og kom muninum í tuttugu stig en flottur endasprettur hjá Tindastól saxaði forskotið niður í fjórtán stig og staðan 69-55 eftir þriðja leikhluta. Tindastóll sýndi baráttu í fjórða leikhluta en voru búnir að missa lið Njarðvíkur of langt frá sér. Þegar líða tók á leikhlutann mátti sjá hausa detta hjá Tindastól. Njarðvík sigldi sigrinum svo öruggt heim. Lokatölur Atvik leiksins Fyrir mér var þristurinn frá Kristu Gló Magnúsdóttur í fyrstu sókn leiksins fyrirboði fyrir hvað var í vændum. Njarðvík gat róterað á liði sínu á meðan Tindastóll gat það ekki og það munar um það. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins hafði kannski hægar um sig í sókninni en við erum vön að sjá en skoraði þó 21 stig en hún dældi út stoðsendingum og var með 16 stoðsendingar. Brit var með níu stoðsendingar svo hún var grátlega nálgt þrefaldri tvennu. Paulina Hersler var öflug undir körfunni hjá Njarðvík og setti 18 stig að auki og Danielle Rodriguez setti 16 stig. Hjá Tindastól var Maddison Anne Sutton með tröllatvennu 26 stig og tók 21 frákast. Marta Hermida var þá með 20 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson og Einar Valur Gunnarsson.Mér fannst þeir heilt yfir eiga bara flottan og góðan leik. Stemingin og umgjörð Stemningin var með þokkalegasta móti hér í IceMar höllinni í kvöld. Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur í vetur. Umgjörðin hér í IceMar er svo til fyrirmyndar og hægt að finna eitthvað fyrir alla. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Mjög ánægður með liðsvarnarleikinn“ „Við lögðum upp með það að spila góðan varnarleik og mér fannst við gera það“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við höldum þeim í 70 stigum. Hermida búin að vera öflug í þessum fyrstu tveimur leikjum og skorar vissulega 20 stig en hún þarf 26 skot plús víti til þess þannig ég var bara mjög ánægður með liðsvarnarleikinn“ „Það vantaði svolítið upp á fráköstin en þær eru erfiðar þar. Maddie sérstaklega en annars þá er ég bara mjög sáttur með frammistöðuna“ Einar Árni sagði að varnarleikurinn hafi verið meginástæða fyrir sigrinum í kvöld. „Varnarleikurinn númer eitt, tvö og þrjú. Við hölfum þeim í 70 stigum og þær fengu aldrei neitt alvöru run“ „Sóknarlega var ég ánægður með jafnvægið. Við vorum að sækja í teiginn og hreyfðum boltann vel, erum í 25 stoðsendingum og skjóta boltanum rúmlega 50% fyrir aftan þriggja stiga línuna og það kom bara til vegna þess að það voru góðar ákvarðanir. Við hreyfðum boltan vel og vorum að fá góð skot“ „Heilt yfir enginn hágæða frammistaða en mjög 'solid' á báðum endum vallarins“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Yfir heildina er ég ánægður með framlagið“ „Þetta var góð frammistaða á golfinu með átta leikmenn gegn góðu liði með fullskipaðan hóp“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld. „Okkur vantaði tvo leikmenn og að missa tvo leikmenn úr róteringunni er stórt en ég var ánægður með framlag stelpnana í leiknum og hversu mikið þær lögðu á sig“ „Við getum gert betur og við munum fara yfir þennan leik á video fundi. Við verðum að vera betri í varnarleiknum á hálfum velli. Við fengum of mörg stig á okkur og þó svo að þær séu með góða einn á einn leikmenn“ „Yfir heildina þá er ég ánægður með framlagið sem við sýndum í leiknum þrátt fyrir að við hefðum tapað“ sagði Israel Martin. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tindastóll
Njarðvíkurkonur héldu áfram góðri byrjun sinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi heimasigur á Tindastólskonum í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 22 stiga mun, 92-70, eftir að hafa verið tólf stigum yfir í hálfleik, 45-33. Njarðvíkurkonur hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins en hinir tveir voru báðir á útivelli. Þær ætluðu að byrja vel á heimavelli líka og gestirnir frá Sauðárkróki réðu lítið við mjög öflugt Njarðvíkurlið. Brittany Dinkins var með 21 stig, 9 fráköst og 16 stoðsendingar fyrir Njarðvík, Paulina Hersler skoraði 18 stig og Danielle Rodriguez var með 16 stig. Madison Sutton (26 stig, 21 frákast og 6 stoðsendingar) og Marta Hermida (20 stig og 8 stoðsendingar) voru öflugar en það dugði skammt. Nágrannarnir Njarðvík og Grindavík eru því einu liðin með fullt hús eftir þrjá leiki. Tindastóll er með einn sigur í þremur leikjum. Njarðvík tók uppkastið og byrjaði á því að setja niður þriggja stiga skot úr horninu til þess að setja tóninn fyrir það sem koma skyldi. Tindastóll átti góð móment en voru alltaf skrefinu á eftir þeim grænklæddu sem leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta 22-15. Njarðvík var með fullkomna stjórn á leiknum. Þær voru að setja góð skot og standa vörnina virkilega vel. Tindastóll átti í stökustu vandræðum með góða pressuvörn Njarðvíkur. Bæði lið áttu sína kafla en staðan í hálfleik var 45-33 Njarðvík í vil. Þær grænklæddu mættu með krafti út úr hálfleiknum og gáfu engann afslátt. Brittany Dinkins setti þrist seint í leikhlutanum og kom muninum í tuttugu stig en flottur endasprettur hjá Tindastól saxaði forskotið niður í fjórtán stig og staðan 69-55 eftir þriðja leikhluta. Tindastóll sýndi baráttu í fjórða leikhluta en voru búnir að missa lið Njarðvíkur of langt frá sér. Þegar líða tók á leikhlutann mátti sjá hausa detta hjá Tindastól. Njarðvík sigldi sigrinum svo öruggt heim. Lokatölur Atvik leiksins Fyrir mér var þristurinn frá Kristu Gló Magnúsdóttur í fyrstu sókn leiksins fyrirboði fyrir hvað var í vændum. Njarðvík gat róterað á liði sínu á meðan Tindastóll gat það ekki og það munar um það. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins hafði kannski hægar um sig í sókninni en við erum vön að sjá en skoraði þó 21 stig en hún dældi út stoðsendingum og var með 16 stoðsendingar. Brit var með níu stoðsendingar svo hún var grátlega nálgt þrefaldri tvennu. Paulina Hersler var öflug undir körfunni hjá Njarðvík og setti 18 stig að auki og Danielle Rodriguez setti 16 stig. Hjá Tindastól var Maddison Anne Sutton með tröllatvennu 26 stig og tók 21 frákast. Marta Hermida var þá með 20 stig. Dómararnir Dómarar leiksins voru Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson og Einar Valur Gunnarsson.Mér fannst þeir heilt yfir eiga bara flottan og góðan leik. Stemingin og umgjörð Stemningin var með þokkalegasta móti hér í IceMar höllinni í kvöld. Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur í vetur. Umgjörðin hér í IceMar er svo til fyrirmyndar og hægt að finna eitthvað fyrir alla. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Mjög ánægður með liðsvarnarleikinn“ „Við lögðum upp með það að spila góðan varnarleik og mér fannst við gera það“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við höldum þeim í 70 stigum. Hermida búin að vera öflug í þessum fyrstu tveimur leikjum og skorar vissulega 20 stig en hún þarf 26 skot plús víti til þess þannig ég var bara mjög ánægður með liðsvarnarleikinn“ „Það vantaði svolítið upp á fráköstin en þær eru erfiðar þar. Maddie sérstaklega en annars þá er ég bara mjög sáttur með frammistöðuna“ Einar Árni sagði að varnarleikurinn hafi verið meginástæða fyrir sigrinum í kvöld. „Varnarleikurinn númer eitt, tvö og þrjú. Við hölfum þeim í 70 stigum og þær fengu aldrei neitt alvöru run“ „Sóknarlega var ég ánægður með jafnvægið. Við vorum að sækja í teiginn og hreyfðum boltann vel, erum í 25 stoðsendingum og skjóta boltanum rúmlega 50% fyrir aftan þriggja stiga línuna og það kom bara til vegna þess að það voru góðar ákvarðanir. Við hreyfðum boltan vel og vorum að fá góð skot“ „Heilt yfir enginn hágæða frammistaða en mjög 'solid' á báðum endum vallarins“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur „Yfir heildina er ég ánægður með framlagið“ „Þetta var góð frammistaða á golfinu með átta leikmenn gegn góðu liði með fullskipaðan hóp“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leikinn í kvöld. „Okkur vantaði tvo leikmenn og að missa tvo leikmenn úr róteringunni er stórt en ég var ánægður með framlag stelpnana í leiknum og hversu mikið þær lögðu á sig“ „Við getum gert betur og við munum fara yfir þennan leik á video fundi. Við verðum að vera betri í varnarleiknum á hálfum velli. Við fengum of mörg stig á okkur og þó svo að þær séu með góða einn á einn leikmenn“ „Yfir heildina þá er ég ánægður með framlagið sem við sýndum í leiknum þrátt fyrir að við hefðum tapað“ sagði Israel Martin.