„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2025 07:00 Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun