„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2025 07:00 Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er fátt sem skiptir foreldra ungra barna meira máli en vita að börnin þeirra séu örugg og þeim vel sinnt í góðu faglegu umhverfi á leikskóla. Nýlega samþykkti borgarráð drög að tillögum til umbóta á náms- og starfsumhverfi leikskóla ásamt því að hefja víðtækt samráðsferli við foreldra, starfsfólk og leikskólastjóra. Þetta er stórt og mikilvægt skref. Markmiðið er að bæta starfsumhverfi leikskóla með hag allra að leiðarljósi. Foreldrar barna á leikskólum þekkja hversu þreytandi og kvíðavaldandi það getur verið að fá skilaboð um skyndilegar lokanir vegna manneklu eða veikinda. Með tillögunum er reynt að taka á þessari óvissu sem valdið hefur töluverðu raski í lífi reykvískra barnafjölskyldna allt of lengi. Starfsfólkið er lykillinn Leikskólastarf byggir á fólki, leikskólakennurum, leiðbeinendum og öllu því starfsfólki sem daglega sinnir börnum borgarinnar af hlýju og fagmennsku. Ef starfsumhverfið er ótryggt, vinnuálagið óraunhæft og kerfið ósveigjanlegt, eru það fyrst og fremst börnin sem finna fyrir því. Mörg sveitarfélög, þeirra á meðal Reykjavík, hafa lengi glímt við mönnunarvanda á leikskólum. Þess vegna miða væntanlegar breytingar að því að tryggja stöðugleika og faglegt svigrúm með því að aðlaga betur dvalartíma barna og vinnutíma starfsfólks. Við í borgarstjórnar meirihlutanum viljum leggja grunn að leikskólakerfi sem hvílir á traustum stoðum. Að starfsfólk leikskóla hafi svigrúm til að sinna börnunum án þess að vera hlaupandi á milli verkefna með samviskubitið á bakinu. Þetta er ekki bara skipulagsmál heldur spurning um virðingu og félagslegt réttlæti gagnvart þeim sem halda þessu kerfi uppi. Samráð - leiðin til sátta Það er skiljanlegt að sumar tillögurnar, eins og ný gjaldskrá og skráningardagar, veki spurningar. Þess vegna er mikilvægt að vel takist til í opnu og góðu samráði sem nú er að hefjast. Við verðum að tryggja að breytingar á gjaldskrá og vistunartíma bitni ekki á þeim sem minnst mega sín þannig að foreldrar með minni tekjur eða flókinn vinnutíma sitji ekki eftir. Flokkur fólksins hefur alltaf talað fyrir sanngirni og jafnræði í þjónustu borgarinnar. Engin undantekning verður á því við þessa vinnu. Við fögnum nýrri nálgun, en hlustum jafnframt vel og vandlega á alla sem málið varðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þess vegna fara tillögurnar fyrst til vinnslu og rýni í samráðsgátt en ekki strax til framkvæmda. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og varamaður í skóla- og frístundaráði.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun