Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar 10. október 2025 19:00 Alþjóðlegi gigtardagurinn er sunnudaginn 12. október. Slagorðið í ár er „Láttu drauma þína rætast“ (Achieve Your Dreams), sem hvetur okkur öll til að skapa tækifæri fyrir öll til að fylgja draumum sínum, óháð heilsufarslegum hindrunum. Í tengslum við þennan dag, 9. október 1976 eða fyrir 49 árum, var Gigtarfélag Íslands stofnað. Á þeim tíma var staða fólks með gigtarsjúkdóma gjörólík því sem við þekkjum í dag. Meðferðarmöguleikar voru fáir og oft mjög krefjandi fyrir sjúklingana og aðeins var hægt að draga úr verkjum og bólgu en ekki stöðva sjúkdóminn sjálfan. Sterar og sterk verkjalyf voru mikið notuð, en höfðu oft alvarlegar aukaverkanir. Margir urðu fyrir varanlegum liðskemmdum og misstu vinnugetu innan fárra ára frá greiningu. Lífslíkur voru skertar og félagsleg einangrun algeng. Mikið hefur áunnist frá þessum tíma varðandi úrræði í heilbrigðisþjónustu, lyf eru betri og meðvitund um hreyfingu og heilbrigðan lífstíl er orðin almenn sem leið til að hægja á framgangi sjúkdómanna. Þrátt fyrir þetta er margt sem veldur lífsgæðaskerðingu fólks með gigtarsjúkdóma, þó að líkamlegar afleiðingar sjúkdómanna séu ekki eins alvarlegar og var fyrir hálfri öld. Alþjóðlegi gigtardagurinn er árlegur viðburður sem vekur athygli á áhrifum gigtar á daglegt líf fólks. Þessi dagur minnir okkur á mikilvægi þess að styðja þá sem lifa með langvinnum sjúkdómum eins og gigt – ekki aðeins með læknisfræðilegum úrræðum heldur einnig með félagslegum stuðningi, menntun og réttindum sem tryggja virka þátttöku í samfélaginu. Gigtarsjúkdómar – ósýnilegir en útbreiddir Um 20% þjóðarinnar er með einhvers konar gigtarsjúkdóma. Bólgugigtarsjúkdómar eru algengari hjá ungu fólki og fólki á miðjum aldri, en gigtarsjúkdómar án bólgu, svo sem slitgigt, eru algengari meðal eldra fólks. Þessir sjúkdómar eru langvinnir og í flestum tilvikum ólæknanlegir. Gigtarsjúkdómar eru oft nefndir „ósýnilegir sjúkdómar“, því að það sést sjaldan utan á fólki hversu mikla verki eða skerðingu það upplifir í raun. Fólk með gigt stendur daglega frammi fyrir áskorunum sem geta takmarkað þátttöku þess í vinnu, skóla og félagslífi. Til að tryggja að enginn sé skilinn eftir á hliðarlínunni eru til staðar lögbundin réttindi sem kveða á um að veita skuli viðeigandi aðlögun á vinnustöðum og í menntastofnunum. Slík úrræði geta falið í sér sveigjanlega vinnu- eða skóladaga, sérhannaðan búnað, aðgengi að starfs- eða námsaðstoð og önnur ráð sem gera einstaklingum kleift að stunda nám eða vinnu á jafnréttisgrundvelli. Skortur á úrræðum fyrir gigtarsjúklinga Þrátt fyrir góðan vilja og lögbundin réttindi vantar verulega upp á úrræði og stuðning við fólk með gigtarsjúkdóma á Íslandi: Ungt fólk sem greinist með langvinnan gigtarsjúkdóm fær sjaldnast nægilegan stuðning við hæfi. Skortur er á aðgengi að sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og sálfræðiaðstoð – sem hefur afgerandi áhrif á getu til náms og vinnu og jafnframt á barneignir og fjölskyldulíf. Fólk á miðjum aldri sem greinist með gigtarsjúkdóma lendir oft í vinnutapi. Skortur á viðeigandi endurhæfingu gerir það að verkum að margir komast ekki aftur til starfa og veikindin leiða í mörgum tilvikum til varanlegrar örorku. Vitað er að einstaklingar með stoðkerfisvandamál eru stór hluti örorkuþega á Íslandi. Erlendar tölur benda til mikillar áhættu á varanlegri örorku – til dæmis eru um 20% sjúklinga með liðagigt (iktsýki) óvinnufærir innan 10 ára frá greiningu. Við köllum eftir aðgerðum Til að fólk með gigtarsjúkdóma geti raunverulega „látið drauma sína rætast“ þarf markvissan stuðning og aukna þjónustu. Við óskum eftir eftirfarandi umbótum: Auknum stuðningi við sálfræðiaðstoð fyrir fólk með gigtarsjúkdóma. Þunglyndi og kvíði eru algeng samfara langvinnum veikindum, en engin sérhæfð sálfræðiaðstoð er nú í boði. Erlendis er lögð sérstök áhersla á slíkan stuðning, sérstaklega fyrir ungt fólk. Eflingu endurhæfingarmöguleika, þar með talið sjúkra- og iðjuþjálfun. Nauðsynlegt er að stórauka aðgengi að endurhæfingu, til dæmis í gegnum Gigtarfélagið og Reykjalund. Meiri stuðning við fræðslu og námskeið fyrir nýgreinda gigtarsjúklinga, þannig að þeir geti tekist á við veikindin á upplýstan og valdeflandi hátt. Réttindi, virðing og tækifæri Rétturinn til aðlögunar er ekki aðeins siðferðisleg eða félagsleg skylda, heldur einnig lögverndaður réttur samkvæmt vinnumarkaðs- og jafnréttislögum. Með þessum réttindum er tryggt að einstaklingar með gigt hafi raunhæfan möguleika á að efla hæfileika sína, afla sér menntunar og taka virkan þátt í samfélaginu á sama grundvelli og aðrir. Aðgengi að viðeigandi úrræðum og aðlögun eykur sjálfstæði, bætir lífsgæði og gerir fólki kleift að fylgja draumum sínum – í reynd, ekki aðeins í orði. Það er samfélagsleg skylda okkar allra að tryggja að hver og einn geti lifað lífi sínu með reisn og sjálfstæði. Með aukinni vitund, þekkingu um gigt og með því að virða rétt einstaklinga til viðeigandi aðlögunar, getum við skapað samfélag sem opnar dyr að framtíð sem áður virtist fjarlæg eða óraunhæf. Slagorðið „Láttu drauma þína rætast“ er þannig ekki aðeins hvatning til einstaklinga um að fylgja draumum sínum, heldur einnig áminning til samfélagsins um að skapa umhverfi sem gerir það mögulegt. Alþjóðlegi gigtardagurinn minnir okkur því á að virða lögbundin réttindi, efla skilning og tryggja að allir hafi raunverulegt tækifæri til að lifa lífi þar sem draumar þeirra eru raunverulegir möguleikar – ekki aðeins óraunhæfar vonir. Með réttindum, stuðningi og skilningi getum við byggt samfélag þar sem enginn stendur á hliðarlínunni vegna heilsufarslegra hindrana. Gigtarfélagið fagnar afmælinu á alþjóðlega gigtardaginn 12. október með opnu húsi í húsnæði félagsins þar sem fólk getur kynnt sér þau meðferðarúrræði sem eru í boði og þau úrræði sem félagið býður upp á til að styðja við fólk með gigt og fjölskyldur þeirra. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi gigtardagurinn er sunnudaginn 12. október. Slagorðið í ár er „Láttu drauma þína rætast“ (Achieve Your Dreams), sem hvetur okkur öll til að skapa tækifæri fyrir öll til að fylgja draumum sínum, óháð heilsufarslegum hindrunum. Í tengslum við þennan dag, 9. október 1976 eða fyrir 49 árum, var Gigtarfélag Íslands stofnað. Á þeim tíma var staða fólks með gigtarsjúkdóma gjörólík því sem við þekkjum í dag. Meðferðarmöguleikar voru fáir og oft mjög krefjandi fyrir sjúklingana og aðeins var hægt að draga úr verkjum og bólgu en ekki stöðva sjúkdóminn sjálfan. Sterar og sterk verkjalyf voru mikið notuð, en höfðu oft alvarlegar aukaverkanir. Margir urðu fyrir varanlegum liðskemmdum og misstu vinnugetu innan fárra ára frá greiningu. Lífslíkur voru skertar og félagsleg einangrun algeng. Mikið hefur áunnist frá þessum tíma varðandi úrræði í heilbrigðisþjónustu, lyf eru betri og meðvitund um hreyfingu og heilbrigðan lífstíl er orðin almenn sem leið til að hægja á framgangi sjúkdómanna. Þrátt fyrir þetta er margt sem veldur lífsgæðaskerðingu fólks með gigtarsjúkdóma, þó að líkamlegar afleiðingar sjúkdómanna séu ekki eins alvarlegar og var fyrir hálfri öld. Alþjóðlegi gigtardagurinn er árlegur viðburður sem vekur athygli á áhrifum gigtar á daglegt líf fólks. Þessi dagur minnir okkur á mikilvægi þess að styðja þá sem lifa með langvinnum sjúkdómum eins og gigt – ekki aðeins með læknisfræðilegum úrræðum heldur einnig með félagslegum stuðningi, menntun og réttindum sem tryggja virka þátttöku í samfélaginu. Gigtarsjúkdómar – ósýnilegir en útbreiddir Um 20% þjóðarinnar er með einhvers konar gigtarsjúkdóma. Bólgugigtarsjúkdómar eru algengari hjá ungu fólki og fólki á miðjum aldri, en gigtarsjúkdómar án bólgu, svo sem slitgigt, eru algengari meðal eldra fólks. Þessir sjúkdómar eru langvinnir og í flestum tilvikum ólæknanlegir. Gigtarsjúkdómar eru oft nefndir „ósýnilegir sjúkdómar“, því að það sést sjaldan utan á fólki hversu mikla verki eða skerðingu það upplifir í raun. Fólk með gigt stendur daglega frammi fyrir áskorunum sem geta takmarkað þátttöku þess í vinnu, skóla og félagslífi. Til að tryggja að enginn sé skilinn eftir á hliðarlínunni eru til staðar lögbundin réttindi sem kveða á um að veita skuli viðeigandi aðlögun á vinnustöðum og í menntastofnunum. Slík úrræði geta falið í sér sveigjanlega vinnu- eða skóladaga, sérhannaðan búnað, aðgengi að starfs- eða námsaðstoð og önnur ráð sem gera einstaklingum kleift að stunda nám eða vinnu á jafnréttisgrundvelli. Skortur á úrræðum fyrir gigtarsjúklinga Þrátt fyrir góðan vilja og lögbundin réttindi vantar verulega upp á úrræði og stuðning við fólk með gigtarsjúkdóma á Íslandi: Ungt fólk sem greinist með langvinnan gigtarsjúkdóm fær sjaldnast nægilegan stuðning við hæfi. Skortur er á aðgengi að sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og sálfræðiaðstoð – sem hefur afgerandi áhrif á getu til náms og vinnu og jafnframt á barneignir og fjölskyldulíf. Fólk á miðjum aldri sem greinist með gigtarsjúkdóma lendir oft í vinnutapi. Skortur á viðeigandi endurhæfingu gerir það að verkum að margir komast ekki aftur til starfa og veikindin leiða í mörgum tilvikum til varanlegrar örorku. Vitað er að einstaklingar með stoðkerfisvandamál eru stór hluti örorkuþega á Íslandi. Erlendar tölur benda til mikillar áhættu á varanlegri örorku – til dæmis eru um 20% sjúklinga með liðagigt (iktsýki) óvinnufærir innan 10 ára frá greiningu. Við köllum eftir aðgerðum Til að fólk með gigtarsjúkdóma geti raunverulega „látið drauma sína rætast“ þarf markvissan stuðning og aukna þjónustu. Við óskum eftir eftirfarandi umbótum: Auknum stuðningi við sálfræðiaðstoð fyrir fólk með gigtarsjúkdóma. Þunglyndi og kvíði eru algeng samfara langvinnum veikindum, en engin sérhæfð sálfræðiaðstoð er nú í boði. Erlendis er lögð sérstök áhersla á slíkan stuðning, sérstaklega fyrir ungt fólk. Eflingu endurhæfingarmöguleika, þar með talið sjúkra- og iðjuþjálfun. Nauðsynlegt er að stórauka aðgengi að endurhæfingu, til dæmis í gegnum Gigtarfélagið og Reykjalund. Meiri stuðning við fræðslu og námskeið fyrir nýgreinda gigtarsjúklinga, þannig að þeir geti tekist á við veikindin á upplýstan og valdeflandi hátt. Réttindi, virðing og tækifæri Rétturinn til aðlögunar er ekki aðeins siðferðisleg eða félagsleg skylda, heldur einnig lögverndaður réttur samkvæmt vinnumarkaðs- og jafnréttislögum. Með þessum réttindum er tryggt að einstaklingar með gigt hafi raunhæfan möguleika á að efla hæfileika sína, afla sér menntunar og taka virkan þátt í samfélaginu á sama grundvelli og aðrir. Aðgengi að viðeigandi úrræðum og aðlögun eykur sjálfstæði, bætir lífsgæði og gerir fólki kleift að fylgja draumum sínum – í reynd, ekki aðeins í orði. Það er samfélagsleg skylda okkar allra að tryggja að hver og einn geti lifað lífi sínu með reisn og sjálfstæði. Með aukinni vitund, þekkingu um gigt og með því að virða rétt einstaklinga til viðeigandi aðlögunar, getum við skapað samfélag sem opnar dyr að framtíð sem áður virtist fjarlæg eða óraunhæf. Slagorðið „Láttu drauma þína rætast“ er þannig ekki aðeins hvatning til einstaklinga um að fylgja draumum sínum, heldur einnig áminning til samfélagsins um að skapa umhverfi sem gerir það mögulegt. Alþjóðlegi gigtardagurinn minnir okkur því á að virða lögbundin réttindi, efla skilning og tryggja að allir hafi raunverulegt tækifæri til að lifa lífi þar sem draumar þeirra eru raunverulegir möguleikar – ekki aðeins óraunhæfar vonir. Með réttindum, stuðningi og skilningi getum við byggt samfélag þar sem enginn stendur á hliðarlínunni vegna heilsufarslegra hindrana. Gigtarfélagið fagnar afmælinu á alþjóðlega gigtardaginn 12. október með opnu húsi í húsnæði félagsins þar sem fólk getur kynnt sér þau meðferðarúrræði sem eru í boði og þau úrræði sem félagið býður upp á til að styðja við fólk með gigt og fjölskyldur þeirra. Höfundur er formaður Gigtarfélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun