Körfubolti

Hilmar Smári öflugur í bikarsigri

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar.
Hilmar Smári Henningsson fór beint af EM til Litháen eftir að hafa gengið til liðs við Jonava frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar í sumar. Getty/Marcin Golba

Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson var einn af stigahæstu leikmönnum Jonava þegar liðið vann Siauliai í bikarkeppninni í körfubolta í Litháen í dag, 88-80.

Hilmar Smári skoraði 12 stig líkt og tveir samherja hans, tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar. Hann setti meðal annars niður þrjú af sex þriggja stiga skotum sínum.

Jonava var með yfirhöndina í leiknum og komst í 26-22 í fyrsta leikhluta, og var 55-41 yfir í hálfleik. Í lokaleikhlutanum fór munurinn niður í sex stig, 86-80, þegar tvær mínútur voru eftir en gestirnir skoruðu ekki stig eftir það.

Þetta var fyrsti leikur Jonava í bikarnum en liðið er eitt af fimm úr litháensku úrvalsdeildinni sem keppa í einum riðli um fjögur sæti í átta liða úrslitum. Hin fjögur sætin í átta liða úrslitum fara til liða sem leika í Evrópukeppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×