Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar 8. október 2025 10:00 Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun