Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. október 2025 07:30 „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin NATO Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar