Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. október 2025 07:30 „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin NATO Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun