Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. október 2025 12:33 Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar