Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar 7. október 2025 14:02 Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið. Víðtæk notkun Fljótlega eftir að verðtryggingin var heimiluð varð notkun hennar mjög víðtæk hér á landi. Hér byggðist upp verð- og ríkistryggt húsnæðislánakerfi sem var fjármagnað af lífeyrissjóðum og sparifjáreigendum og voru fáir eða engir óverðtryggðir lánakostir í boði fyrir heimilin. Ísland er einsdæmi hvað þetta varðar því að erlendis er verðtrygging ekki jafn almenn og hér á landi og sjaldan notuð við útlán til heimila. Hún finnst helst á ríkisskuldabréfum og skuldum veitu- og innviðafyrirtækja og eru lífeyrissjóðir, líkt og hér á landi, stærstu kaupendur verðtryggðra skuldabréfa. Leiðir til hærri vaxta Óverðtryggðum valkostum heimilanna fjölgaði ekki hér á landi fyrr en bankarnir fóru að veita íbúðalán í meiri mæli og hafa vinsældir þeirra sveiflast með vaxtastigi í landinu. Þegar verðbólga er lág og vextir einnig sækir fólk í óverðtryggð íbúðalán en eftir því sem verðbólga og vextir hækka eykst sókn í verðtryggð lán, sem fela í sér lægri mánaðarlega greiðslubyrði en hægari eignamyndun. Það gefur augaleið að þegar heimilin geta einfaldlega fært sig aftur yfir í verðtryggð íbúðalán, og jafnvel aukið þar með mánaðarlegar ráðstöfunartekjur sínar, minnka áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Að auki þá leiða háir vextir til ákveðins vítahrings þar sem þeir draga úr eftirspurn á fasteignamarkaði en einnig framboði því verktakar veigra sér við að ráðast í byggingaframkvæmdir. Á tímum þegar fólksfjölgun er umtalsverð verður ekki hjá því komist að framboðsskortur leiði til hærra íbúðaverðs og þar með aukinnar verðbólgu. Vextir þurfa þar af leiðandi að hækka enn frekar og haldast háir lengur en ella. Hið háa vaxtastig sem við búum við í dag skýrist meðal annars af þessari hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Verðtrygging lífeyrisgreiðslna býr ekki til viðbótarréttindi Íslenska lífeyriskerfið geymir meirihluta sparnaðar almennings og er eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims, með 15,5% lögbundnum og skattfrjálsum iðgjöldum til viðbótar frjálsum lífeyrissparnaði og ríkri samtryggingu. Kerfið er fyrir löngu orðið töluvert stærra en innlenda bankakerfið og vátryggingafélögin samanlagt og hefur því afar mikil áhrif í okkar hagkerfi. Sú staðreynd að lífeyriskerfið okkar er verðtryggt með þessum hætti – með 3,5% raunávöxtunarkröfu – býr eðlilega til spurn lífeyrissjóða eftir verðtryggðum eignum í viðleitni þeirra til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna og eykur þannig vægi verðtryggingar í hagkerfinu. Þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu þátttakendur á íslenskum fjármálamarkaði er uppbygging réttindakerfis lífeyrissjóða líklega eitt stærsta tannhjólið í hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Lífeyriskerfið okkar byggist á verðtryggingu því lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar samkvæmt lögum. Réttindi eignast sjóðfélagar með greiðslu iðgjalda sem lífeyrissjóðir eru skuldbundnir til að greiða þeim í formi lífeyris. Réttindi sjóðfélaga byggja einnig á því að eignir sjóðanna ávaxtist að meðaltali um 3,5% á ári umfram verðbólgu yfir lengra tímabil, að öðru óbreyttu. Þannig er uppgjörskrafa lífeyrissjóðanna verðtryggð. Ef eignir lífeyrissjóða skila hærri raunávöxtun en 3,5% þá munu lífeyrissjóðir auka réttindi og greiða sjóðfélögum hærri lífeyri en ef þeir ná ekki þessu ávöxtunarviðmiði þá munu lífeyrissjóðir greiða lægri lífeyri. Forsenda verðtryggðra lífeyrisréttinda án skerðingar er því að lífeyrissjóðir skili að minnsta kosti 3,5% raunávöxtun á eignir sínar. Þannig er það ekki verðtrygging lífeyrisréttinda sem slík sem býr til verðmæti fyrir sjóðfélaga heldur er það ávöxtun eigna sjóðanna sem ræður lífeyrisgreiðslum. Iðgjöld í lífeyrissjóði mynda lífeyrisréttindi og ávöxtun sjóða eykur réttindin en úthlutun þeirra með verðtryggðum hætti býr ekki til nein viðbótarréttindi fyrir lífeyrisþega. Sú staðreynd að lífeyriskerfið okkar er verðtryggt með þessum hætti – með 3,5% raunávöxtunarkröfu – býr eðlilega til spurn lífeyrissjóða eftir verðtryggðum eignum í viðleitni þeirra til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna og eykur þannig vægi verðtryggingar í hagkerfinu. Þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu þátttakendur á íslenskum fjármálamarkaði er uppbygging réttindakerfis lífeyrissjóða líklega eitt stærsta tannhjólið í hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Felur í sér eignatilfærslu frá þeim yngri til hinna eldri Það er að mörgu leyti eðlilegt að lífeyrissjóðir sækist eftir verðtryggðum skuldabréfum, þ.e. fjárfesti í verðtryggðum eignum, til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna, óháð því hvort það sé bundið í lög eða ekki. Það yrði því líklega engin töfralausn fyrir lántakendur ef ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða yrðu lækkuð með lagabreytingu eða verðtryggingu lífeyrisgreiðslna breytt. En þegar allt kemur til alls eru yngri kynslóðir – þær sem eru að koma yfir sig þaki – að greiða hærri vexti af íbúðalánum sínum en ella sökum víðtækrar notkunar verðtryggingar. Þessir vextir skila sér svo til eldri kynslóða í formi lífeyrisgreiðslna. Það er því ekki síst yngra fólk sem tryggir kaupmátt lífeyrisgreiðslna. Vissulega má einnig líta svo á að íslensk heimili borgi sjálfum sér verðtryggða vexti yfir starfsævina sem þau geta svo vænst að fá til baka í formi verðtryggðra eftirlauna. Er þetta ákjósanlegt fyrirkomulag sem við viljum hafa áfram? Og verður þessi tilhögun sjálfbær eftir nokkra áratugi þegar yngri kynslóðin í dag fer á eftirlaunaaldur? Vissulega hefur fleira en verðtrygging áhrif á vaxtastig landsins. Hins vegar má ljóst vera að áhrif hennar eru umtalsverð og tímabært að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga hringekjuna sem fór í gang árið 1979 að breyttum tímum. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Efnahagsmál Verðlag Fjármálafyrirtæki Neytendur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið. Víðtæk notkun Fljótlega eftir að verðtryggingin var heimiluð varð notkun hennar mjög víðtæk hér á landi. Hér byggðist upp verð- og ríkistryggt húsnæðislánakerfi sem var fjármagnað af lífeyrissjóðum og sparifjáreigendum og voru fáir eða engir óverðtryggðir lánakostir í boði fyrir heimilin. Ísland er einsdæmi hvað þetta varðar því að erlendis er verðtrygging ekki jafn almenn og hér á landi og sjaldan notuð við útlán til heimila. Hún finnst helst á ríkisskuldabréfum og skuldum veitu- og innviðafyrirtækja og eru lífeyrissjóðir, líkt og hér á landi, stærstu kaupendur verðtryggðra skuldabréfa. Leiðir til hærri vaxta Óverðtryggðum valkostum heimilanna fjölgaði ekki hér á landi fyrr en bankarnir fóru að veita íbúðalán í meiri mæli og hafa vinsældir þeirra sveiflast með vaxtastigi í landinu. Þegar verðbólga er lág og vextir einnig sækir fólk í óverðtryggð íbúðalán en eftir því sem verðbólga og vextir hækka eykst sókn í verðtryggð lán, sem fela í sér lægri mánaðarlega greiðslubyrði en hægari eignamyndun. Það gefur augaleið að þegar heimilin geta einfaldlega fært sig aftur yfir í verðtryggð íbúðalán, og jafnvel aukið þar með mánaðarlegar ráðstöfunartekjur sínar, minnka áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans. Að auki þá leiða háir vextir til ákveðins vítahrings þar sem þeir draga úr eftirspurn á fasteignamarkaði en einnig framboði því verktakar veigra sér við að ráðast í byggingaframkvæmdir. Á tímum þegar fólksfjölgun er umtalsverð verður ekki hjá því komist að framboðsskortur leiði til hærra íbúðaverðs og þar með aukinnar verðbólgu. Vextir þurfa þar af leiðandi að hækka enn frekar og haldast háir lengur en ella. Hið háa vaxtastig sem við búum við í dag skýrist meðal annars af þessari hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Verðtrygging lífeyrisgreiðslna býr ekki til viðbótarréttindi Íslenska lífeyriskerfið geymir meirihluta sparnaðar almennings og er eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims, með 15,5% lögbundnum og skattfrjálsum iðgjöldum til viðbótar frjálsum lífeyrissparnaði og ríkri samtryggingu. Kerfið er fyrir löngu orðið töluvert stærra en innlenda bankakerfið og vátryggingafélögin samanlagt og hefur því afar mikil áhrif í okkar hagkerfi. Sú staðreynd að lífeyriskerfið okkar er verðtryggt með þessum hætti – með 3,5% raunávöxtunarkröfu – býr eðlilega til spurn lífeyrissjóða eftir verðtryggðum eignum í viðleitni þeirra til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna og eykur þannig vægi verðtryggingar í hagkerfinu. Þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu þátttakendur á íslenskum fjármálamarkaði er uppbygging réttindakerfis lífeyrissjóða líklega eitt stærsta tannhjólið í hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Lífeyriskerfið okkar byggist á verðtryggingu því lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar samkvæmt lögum. Réttindi eignast sjóðfélagar með greiðslu iðgjalda sem lífeyrissjóðir eru skuldbundnir til að greiða þeim í formi lífeyris. Réttindi sjóðfélaga byggja einnig á því að eignir sjóðanna ávaxtist að meðaltali um 3,5% á ári umfram verðbólgu yfir lengra tímabil, að öðru óbreyttu. Þannig er uppgjörskrafa lífeyrissjóðanna verðtryggð. Ef eignir lífeyrissjóða skila hærri raunávöxtun en 3,5% þá munu lífeyrissjóðir auka réttindi og greiða sjóðfélögum hærri lífeyri en ef þeir ná ekki þessu ávöxtunarviðmiði þá munu lífeyrissjóðir greiða lægri lífeyri. Forsenda verðtryggðra lífeyrisréttinda án skerðingar er því að lífeyrissjóðir skili að minnsta kosti 3,5% raunávöxtun á eignir sínar. Þannig er það ekki verðtrygging lífeyrisréttinda sem slík sem býr til verðmæti fyrir sjóðfélaga heldur er það ávöxtun eigna sjóðanna sem ræður lífeyrisgreiðslum. Iðgjöld í lífeyrissjóði mynda lífeyrisréttindi og ávöxtun sjóða eykur réttindin en úthlutun þeirra með verðtryggðum hætti býr ekki til nein viðbótarréttindi fyrir lífeyrisþega. Sú staðreynd að lífeyriskerfið okkar er verðtryggt með þessum hætti – með 3,5% raunávöxtunarkröfu – býr eðlilega til spurn lífeyrissjóða eftir verðtryggðum eignum í viðleitni þeirra til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna og eykur þannig vægi verðtryggingar í hagkerfinu. Þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu þátttakendur á íslenskum fjármálamarkaði er uppbygging réttindakerfis lífeyrissjóða líklega eitt stærsta tannhjólið í hringekju verðtryggingar og hárra vaxta. Felur í sér eignatilfærslu frá þeim yngri til hinna eldri Það er að mörgu leyti eðlilegt að lífeyrissjóðir sækist eftir verðtryggðum skuldabréfum, þ.e. fjárfesti í verðtryggðum eignum, til að verja kaupmátt sjóðfélaga sinna, óháð því hvort það sé bundið í lög eða ekki. Það yrði því líklega engin töfralausn fyrir lántakendur ef ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða yrðu lækkuð með lagabreytingu eða verðtryggingu lífeyrisgreiðslna breytt. En þegar allt kemur til alls eru yngri kynslóðir – þær sem eru að koma yfir sig þaki – að greiða hærri vexti af íbúðalánum sínum en ella sökum víðtækrar notkunar verðtryggingar. Þessir vextir skila sér svo til eldri kynslóða í formi lífeyrisgreiðslna. Það er því ekki síst yngra fólk sem tryggir kaupmátt lífeyrisgreiðslna. Vissulega má einnig líta svo á að íslensk heimili borgi sjálfum sér verðtryggða vexti yfir starfsævina sem þau geta svo vænst að fá til baka í formi verðtryggðra eftirlauna. Er þetta ákjósanlegt fyrirkomulag sem við viljum hafa áfram? Og verður þessi tilhögun sjálfbær eftir nokkra áratugi þegar yngri kynslóðin í dag fer á eftirlaunaaldur? Vissulega hefur fleira en verðtrygging áhrif á vaxtastig landsins. Hins vegar má ljóst vera að áhrif hennar eru umtalsverð og tímabært að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga hringekjuna sem fór í gang árið 1979 að breyttum tímum. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun