Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 08:46 Sucker Punch Ég var tiltölulega stressaður fyrir Ghost of Yōtei þar sem forveri hans, Ghost of Tsushima, er einn af mínum uppáhalds leikjum. Þessar áhyggjur voru sem betur fer algjör óþarfi. GoY gefur GoT lítið sem ekkert eftir og er hreinlega betri á nánast öllum sviðum. Í stuttu máli sagt, og vonandi án spennuspilla, þá snýst Ghost of Yōtei um Atsu. Það er temmilega ung kona sem ólst upp á Ezo (Hokkaido), sem er nyrsta eyja Japans. Hún lifði ein af þegar hópur drullusokka sem kallar sig Yōtei six slátruðu fjölskyldu hennar. Síðan eru liðin sextán ár en leikurinn gerist í upphafi sautjándu aldar. Það er skömmu eftir að Tokugawa-Shogun(inn?) er að herða tökin á Japan eftir endalok Sengoku-tímabilsins svokallaða, sem einkenndist af umfangsmiklum átökum og óreiðu í Japan. Ezo skiptist niður í nokkur svæði og hefur hvert þeirra sinn eigin blæ.Skjáskot Atsu tók virkan þátt í þessum átökum og lærði hún að beita sverði föður síns samhliða því. Hún lærði einnig merkilega mikið af stöffi sem Jin Sakei, úr fyrri leiknum, lærði í honum. Nú er Atsu samt snúin aftur heim og í leit að hefnd. Við tekur einstaklega fallegt en gífurlega blóðugt ævintýri þar sem Atsu þarf að safna bandamönnum og vopnum, finna þessa drullusokka og myrða þá. Framúrskarandi yfirbragð Byrjum á því sem er líklega hvað mest framúrskarandi við Ghost of Yōtei. Það er útlitið og söguheimurinn, sem taka má saman í hugtakið andrúmsloft eða yfirbragð. Ég hef ekki getað látið mér detta í hug leik sem býr yfir jafn fallegu og ríku andrúmslofti en GoY. Hvert sem ég hef farið í opnum heimi Ezo hef ég verið „blásinn á brott“ eins og þeir segja í henni Ameríku. Hljóðið í veðrinu, í grasinu og trjánum sveiflast til í vindinum, hljóðið í dýrunum í leiknum og tónlistin, þetta gerir allt svo mikið fyrir leikinn. Eins og áður er hægt að spila leikinn í „Kurosawa“ stíl, en þá er hann eins og gömul svarthvít samúræjamynd. Þennan leik er líka hægt að spila í „Watanabe“ stíl, en þá spilast „lofi“ lög, sérvalin af anime höfundinum Shinichirō Watanabe á meðan leikurinn er spilaður. Eins og í GoT þykir mér mjög gaman að taka myndir af Atsu drepa fólk og líka spila á hljóðfærið sitt á flottum stöðum. Eins og forveri sinn býður leikurinn upp á mjög gott kerfi fyrir myndatökur, eins og sjá má á sumum myndunum sem ég tók. Þetta eru listaverk, þó ég segi sjálfur frá. Atsu á göngu í skógi. Hér var ég að leita að eftirlýstum morðingja og ætlaði að drepa hann fyrir pening. Það tókst skömmu eftir að þetta listaverk var skapað.Skjáskot Saga fín, Sammi ánægður Maður veit í raun ekki mikið um Atsu þegar leikurinn byrjar. Mér finnst það nokkuð vel gert hvernig maður er mataður litlum molum af baksögu hennar við spilun leiksins. Þar spilar inn í að víðsvegar um Ezo getur maður stokkið inn í fortíðina og upplifað æsku Atsu. Þeir leikhlutar eiga það til að varpa frekara ljósi á baksgöu hennar og hvað mótiverar hana í morðunum. Það er samt erfitt að segja að sagan sé eitthvað framúrskarandi þó það séu óvæntir og áhugaverðir vendipunktar á henni. Þessi ronin var líka borubrattur. Hann lifði ekki af.Skjáskot Bardagakerfi líka fínt Bardagakerfið er ósköp svipað og það var í GoT. Það er að lang mestu leiti eins en búið er að bæta við nokkrum flækustigum, eins og gengur og gerist með framhaldsleiki sem þessa. Sjá einnig: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Ný vopn hafa bæst við leikinn og óvinirnir eru líka með aðeins fjölbreyttari árásir og getur það reynst erfitt þegar þeir eru margir gegn Atsu. Þá geta þeir afvopnað Atsu með tilteknum árásum en örvæntið ei! Atsu getur líka afvopnað aðra drullusokka sem á vegi hennar verða, gripið vopn þeirra og kastað þeim í þá, með banvænum afleiðingum. Það var sérstaklega ánægjuleg tilfinning þegar mér tókst þetta fyrst. Ekki bara ný vopn, NÝTT ALLSKONAR! Auk þess að bæta við vopnum er einnig búið að bæta við þeim möguleika að safna birgðum og mat. Atsu getur reist sér búðir, eldað góðan mat, spilað tónlist og slappað af til að lækna sig af sárum sínum og safna styrk. Með því að borða mismunandi tegundir af mat getur maður svo bætt Atsu fyrir komandi átök. Sveppir bæta til dæmis skaðann sem hún veldur óvinum sínum. Til að elda mat þarf að kveikja eld en þarna hafa starfsmenn Sucker Punch haldið þannig á spöðunum að spilarar þurfa að nota fjarstýringarnar til að kveikja eldinn og elda matinn. Með því að ýta á réttu takkana, færa fjarstýringarnar til og nota snertiflötinn. Þetta er allt saman svo sem ágætt en eins og í mörgum öðrum leikjum sem gerast í opnum heimi verða þessir hlutir þreytandi til lengra tíma. Sem betur fer er í flestum tilfellum hægt að sleppa þessu í GoY. Hér var Atsu nýbúin að valta yfir borubrattan ronin. Hann var fullur iðrunar en eftir að listaverk þetta var skapað tók hann til fótanna.Skjáskot Til að finna skríni og aðra staði í Ezo sem hagnast Atsu og gera spilurum kleift að gera hana betri í bardögum þarf hún að læra að spila sérstök lög, eftir því hverju hún er að leita að. Þegar lögin eru spiluð blæs vindurinn í áttina að næsta skríni, eða hverju sem hún er að leita að. Þá er einnig búið að bæta við nýjum tólum fyrir Atsu til að nota og nýtt shit til að finna til að bæta þau tól og vopnin. Atsu flytur ekki ljóð eins og Jin gerði en hún málar. Það er nýtt-ish. Það nýja sem getur verið hvað best er að Atsu er með ákveðinn áhanganda. Grimman úlf sem aðstoðar hana af og til. Það getur verið mjög svo flott og gaman. Leiðinlegi Sammi Nú er komið að því að vera leiðinlegur. Samt ekki svo. Gervigreindin í GoY er ekki upp á marga fiska í ansi mörgum tilfellum. Sérstaklega þegar kemur að því að laumupúkast í kringum þá. Óvinir Atsu eru oftar en ekki nautheimskir, líta lítið sem ekkert upp og það getur verið leiðinlega auðvelt að laumast um og slátra þeim úr skuggunum. Þetta var einnig galli í Ghost of Tsushima. Ég hef líka á köflum verið ósáttur með sumar þrautir í GoY og þá sérstaklega klifurþrautir. Það er einhvern veginn enn þannig að leikurinn hjálpar manni stundum og stundum ekki í klifurþrautum. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hef stokkið í rétta átt, á réttan stað (að ég tel allavega) en leikurinn ýtt mér til hliðar og látið mig detta fram af klettum og öðru. Sem er, akkúrat núna á meðan ég skrifa þetta, fokking óþolandi. Ghost of Yōtei er mjög litríkur og flottur leikur.Sucker Punch Samantekt-ish Ghost of Yōtei er í stuttu máli sagt frábær leikur sem byggir vel á og bætir við öðrum frábærum leik. Bardagakerfið er enn gott og viðbæturnar við það virka mjög vel. Mér dettur í raun ekkert í hug sem er verra á milli leikja. Það sem stendur samt uppúr finnst mér vera útlit og andrúmsloft leiksins. Það er kannski ellin en mér finnst það einhvern veginn farið að skipta meira máli. Það er að segja að söguheimurinn fangi mann almennilega. GoY er framúrskarandi leikur með tilliti til þess. Ég á erfitt með að ímynda mér að hægt sé að verða fyrir vonbrigðum með þennan leik, fimm af fimm. Hér að neðan má svo sjá nokkur listaverk eftir mig og Atsu. Ef þið viljið eignast myndir í hærri upplausn, til að prenta út og hengja á vegg eða gefa einhverjum í brúðkaupsgjöf, getið þið sent póst á aðstoðarmann minn kjartank@syn.is. Atsu óttast ekki ribbalda.Skjáskot Atsu stendur yfir líki bardagamanns sem hafði banað ansi mörgum öðrum, eins og sjá má á gröfunum í bakgrunni listaverksins.Skjáskot Enn eitt listaverkið eftir mig. Það eru viltir hestar á sléttum Ezo.Skjáskot Einhvern veginn hefur starfsmönnum Sucker Punch tekist að gera leikinn bæði raunverulegan og smá kartúní, ef svo má segja. Þessi blanda heppnast merkilega vel.Skjáskot Úlfar eiga það til að hjálpa Atsu.Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Leikjadómar Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Í stuttu máli sagt, og vonandi án spennuspilla, þá snýst Ghost of Yōtei um Atsu. Það er temmilega ung kona sem ólst upp á Ezo (Hokkaido), sem er nyrsta eyja Japans. Hún lifði ein af þegar hópur drullusokka sem kallar sig Yōtei six slátruðu fjölskyldu hennar. Síðan eru liðin sextán ár en leikurinn gerist í upphafi sautjándu aldar. Það er skömmu eftir að Tokugawa-Shogun(inn?) er að herða tökin á Japan eftir endalok Sengoku-tímabilsins svokallaða, sem einkenndist af umfangsmiklum átökum og óreiðu í Japan. Ezo skiptist niður í nokkur svæði og hefur hvert þeirra sinn eigin blæ.Skjáskot Atsu tók virkan þátt í þessum átökum og lærði hún að beita sverði föður síns samhliða því. Hún lærði einnig merkilega mikið af stöffi sem Jin Sakei, úr fyrri leiknum, lærði í honum. Nú er Atsu samt snúin aftur heim og í leit að hefnd. Við tekur einstaklega fallegt en gífurlega blóðugt ævintýri þar sem Atsu þarf að safna bandamönnum og vopnum, finna þessa drullusokka og myrða þá. Framúrskarandi yfirbragð Byrjum á því sem er líklega hvað mest framúrskarandi við Ghost of Yōtei. Það er útlitið og söguheimurinn, sem taka má saman í hugtakið andrúmsloft eða yfirbragð. Ég hef ekki getað látið mér detta í hug leik sem býr yfir jafn fallegu og ríku andrúmslofti en GoY. Hvert sem ég hef farið í opnum heimi Ezo hef ég verið „blásinn á brott“ eins og þeir segja í henni Ameríku. Hljóðið í veðrinu, í grasinu og trjánum sveiflast til í vindinum, hljóðið í dýrunum í leiknum og tónlistin, þetta gerir allt svo mikið fyrir leikinn. Eins og áður er hægt að spila leikinn í „Kurosawa“ stíl, en þá er hann eins og gömul svarthvít samúræjamynd. Þennan leik er líka hægt að spila í „Watanabe“ stíl, en þá spilast „lofi“ lög, sérvalin af anime höfundinum Shinichirō Watanabe á meðan leikurinn er spilaður. Eins og í GoT þykir mér mjög gaman að taka myndir af Atsu drepa fólk og líka spila á hljóðfærið sitt á flottum stöðum. Eins og forveri sinn býður leikurinn upp á mjög gott kerfi fyrir myndatökur, eins og sjá má á sumum myndunum sem ég tók. Þetta eru listaverk, þó ég segi sjálfur frá. Atsu á göngu í skógi. Hér var ég að leita að eftirlýstum morðingja og ætlaði að drepa hann fyrir pening. Það tókst skömmu eftir að þetta listaverk var skapað.Skjáskot Saga fín, Sammi ánægður Maður veit í raun ekki mikið um Atsu þegar leikurinn byrjar. Mér finnst það nokkuð vel gert hvernig maður er mataður litlum molum af baksögu hennar við spilun leiksins. Þar spilar inn í að víðsvegar um Ezo getur maður stokkið inn í fortíðina og upplifað æsku Atsu. Þeir leikhlutar eiga það til að varpa frekara ljósi á baksgöu hennar og hvað mótiverar hana í morðunum. Það er samt erfitt að segja að sagan sé eitthvað framúrskarandi þó það séu óvæntir og áhugaverðir vendipunktar á henni. Þessi ronin var líka borubrattur. Hann lifði ekki af.Skjáskot Bardagakerfi líka fínt Bardagakerfið er ósköp svipað og það var í GoT. Það er að lang mestu leiti eins en búið er að bæta við nokkrum flækustigum, eins og gengur og gerist með framhaldsleiki sem þessa. Sjá einnig: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Ný vopn hafa bæst við leikinn og óvinirnir eru líka með aðeins fjölbreyttari árásir og getur það reynst erfitt þegar þeir eru margir gegn Atsu. Þá geta þeir afvopnað Atsu með tilteknum árásum en örvæntið ei! Atsu getur líka afvopnað aðra drullusokka sem á vegi hennar verða, gripið vopn þeirra og kastað þeim í þá, með banvænum afleiðingum. Það var sérstaklega ánægjuleg tilfinning þegar mér tókst þetta fyrst. Ekki bara ný vopn, NÝTT ALLSKONAR! Auk þess að bæta við vopnum er einnig búið að bæta við þeim möguleika að safna birgðum og mat. Atsu getur reist sér búðir, eldað góðan mat, spilað tónlist og slappað af til að lækna sig af sárum sínum og safna styrk. Með því að borða mismunandi tegundir af mat getur maður svo bætt Atsu fyrir komandi átök. Sveppir bæta til dæmis skaðann sem hún veldur óvinum sínum. Til að elda mat þarf að kveikja eld en þarna hafa starfsmenn Sucker Punch haldið þannig á spöðunum að spilarar þurfa að nota fjarstýringarnar til að kveikja eldinn og elda matinn. Með því að ýta á réttu takkana, færa fjarstýringarnar til og nota snertiflötinn. Þetta er allt saman svo sem ágætt en eins og í mörgum öðrum leikjum sem gerast í opnum heimi verða þessir hlutir þreytandi til lengra tíma. Sem betur fer er í flestum tilfellum hægt að sleppa þessu í GoY. Hér var Atsu nýbúin að valta yfir borubrattan ronin. Hann var fullur iðrunar en eftir að listaverk þetta var skapað tók hann til fótanna.Skjáskot Til að finna skríni og aðra staði í Ezo sem hagnast Atsu og gera spilurum kleift að gera hana betri í bardögum þarf hún að læra að spila sérstök lög, eftir því hverju hún er að leita að. Þegar lögin eru spiluð blæs vindurinn í áttina að næsta skríni, eða hverju sem hún er að leita að. Þá er einnig búið að bæta við nýjum tólum fyrir Atsu til að nota og nýtt shit til að finna til að bæta þau tól og vopnin. Atsu flytur ekki ljóð eins og Jin gerði en hún málar. Það er nýtt-ish. Það nýja sem getur verið hvað best er að Atsu er með ákveðinn áhanganda. Grimman úlf sem aðstoðar hana af og til. Það getur verið mjög svo flott og gaman. Leiðinlegi Sammi Nú er komið að því að vera leiðinlegur. Samt ekki svo. Gervigreindin í GoY er ekki upp á marga fiska í ansi mörgum tilfellum. Sérstaklega þegar kemur að því að laumupúkast í kringum þá. Óvinir Atsu eru oftar en ekki nautheimskir, líta lítið sem ekkert upp og það getur verið leiðinlega auðvelt að laumast um og slátra þeim úr skuggunum. Þetta var einnig galli í Ghost of Tsushima. Ég hef líka á köflum verið ósáttur með sumar þrautir í GoY og þá sérstaklega klifurþrautir. Það er einhvern veginn enn þannig að leikurinn hjálpar manni stundum og stundum ekki í klifurþrautum. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hef stokkið í rétta átt, á réttan stað (að ég tel allavega) en leikurinn ýtt mér til hliðar og látið mig detta fram af klettum og öðru. Sem er, akkúrat núna á meðan ég skrifa þetta, fokking óþolandi. Ghost of Yōtei er mjög litríkur og flottur leikur.Sucker Punch Samantekt-ish Ghost of Yōtei er í stuttu máli sagt frábær leikur sem byggir vel á og bætir við öðrum frábærum leik. Bardagakerfið er enn gott og viðbæturnar við það virka mjög vel. Mér dettur í raun ekkert í hug sem er verra á milli leikja. Það sem stendur samt uppúr finnst mér vera útlit og andrúmsloft leiksins. Það er kannski ellin en mér finnst það einhvern veginn farið að skipta meira máli. Það er að segja að söguheimurinn fangi mann almennilega. GoY er framúrskarandi leikur með tilliti til þess. Ég á erfitt með að ímynda mér að hægt sé að verða fyrir vonbrigðum með þennan leik, fimm af fimm. Hér að neðan má svo sjá nokkur listaverk eftir mig og Atsu. Ef þið viljið eignast myndir í hærri upplausn, til að prenta út og hengja á vegg eða gefa einhverjum í brúðkaupsgjöf, getið þið sent póst á aðstoðarmann minn kjartank@syn.is. Atsu óttast ekki ribbalda.Skjáskot Atsu stendur yfir líki bardagamanns sem hafði banað ansi mörgum öðrum, eins og sjá má á gröfunum í bakgrunni listaverksins.Skjáskot Enn eitt listaverkið eftir mig. Það eru viltir hestar á sléttum Ezo.Skjáskot Einhvern veginn hefur starfsmönnum Sucker Punch tekist að gera leikinn bæði raunverulegan og smá kartúní, ef svo má segja. Þessi blanda heppnast merkilega vel.Skjáskot Úlfar eiga það til að hjálpa Atsu.Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot Skjáskot
Leikjadómar Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira