Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 3. október 2025 10:47 Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun