Handbolti

Mar­kaflóð á Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson kann greinilga vel við sig í gulu.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson kann greinilga vel við sig í gulu. KA

KA vann ÍR í miklum markaleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá gerðu Þór og Stjarnan jafntefli í opnum og skemmtilegum leik.

Það má með sanni segja að varnarleikur hafi ekki verið í hávegum hafður í KA-heimilinu í kvöld. Alls voru þar 542 áhorfendur sem sáu mörkin 77, lokatölur 41-36.

Morten Linder og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru allt í öllu hjá KA með 10 mörk hvor. Hjá gestunum var það Baldur Fritz Bjarnason sem leiddi sóknina með 9 mörkum.

Í Þorpinu á Akureyri var Stjarnan í heimsókn. Lauk leiknum með fjörugu jafntefli, 34-34. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur í liði Þórs með 10 mörk á meðan Ísak Logi Einarsson gerði 8 mörk í liði Stjörnunnar.

KA er nú með 6 stig að loknum fimm umferðum. Stjarnan er með fimm, Þór þrjú og ÍR aðeins eitt í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×