Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 18:01 Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðna áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðna áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun