Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2025 18:01 Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Enda skiptir það gríðarlega miklu máli. Allt eða ekkert Mitt í þeytivindu þinghaldsins, hliðarfunda og hliðarhliðarfunda er auðvelt að sveiflast milli þess að þykja viðburðir sem þessir skipta engu máli eða öllu máli. En sannleikurinn er sá að þessi vettvangur hefur verið lífsnauðsynlegur fyrir hagsmuni Íslands - lítið ríki sem byggir sjálfstæði sitt og velsæld á því að alþjóðalög séu virt. Þessi vettvangur skiptir líka máli í mun stærra samhengi. Við megum ekki leyfa okkur að líta það kaldranalegum augum að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, fyrir áttatíu árum, til að standa vörð um frið í heiminum. Það eftir tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta aldarinnar sem skildu heimsbyggðina eftir á siðferðislegu ögnstræti gereyðingar. Virðing fyrir mannlegri reisn er kjarninn í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og minnir okkur á að alþjóðlegt samstarf snýst ekki um stofnanir í sjálfu sér, heldur fólk. Venjulegt fólk sem býr við meira frelsi, öryggi og velsæld þegar þjóðir velja samvinnu umfram átök, virðingu umfram valdbeitingu og reglur umfram kúgun. Átök og nýjar áskoranir Það hriktir í undirstöðum alþjóðakerfsins sem byggst hefur upp frá seinna stríði þar sem grundvallarreglur um sjálfsákvörðunarrétt og jafnan rétt þjóða eiga sífellt undir högg að sækja. Og í sumum tilfellum hefur algjörlega verið litið framhjá þeim. Vaxandi einangrunarhyggja og stórveldabrölt hefur lamað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og gert því illmögulegt að standa fyllilega með grunngildum sáttmálans. Sem ýtir eðlilega undir vantraust hjá venjulegu fólki á kerfi sem hefur á sama tíma fært okkur svo margt síðastliðin 80 ár. Þetta er eitruð blanda sem ýtir undir þá sem eru sterkir og stórir á kostnað þeirra sem eru veikari og viðkvæmari fyrir. Innrás Rússlands í Úkraínu, hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa og átök í Súdan, eru skýr dæmi um aukið skeytingarleysi fyrir alþjóðalögum sem er djúpstæð ógn við öryggi okkar allra. Þar að auki þarf heimsbyggðin að horfast í augu við nýjar áskoranir sem fylgja hraðri framþróun gervigreindar sem er leidd áfram af alþjóðlegum stórfyrirtækjum sem starfa þvert á landamæri og móta daglegt líf okkar í auknum mæli án nægilegrar ábyrgðar eða siðferðislegra takmarkanna. Þar þarf alþjóðakerfið að stíga inn. Finnum leiðina áfram Einmitt þess vegna var mikilvægt að finna að fulltrúar bandalagsþjóða okkar, og leiðtogar þeirra flestra, sjá mikilvægi þessa vettvangs og grunngildanna sem verið er að standa vörð um sömu augum og við. Þar var sterkur samhljómur - við viljum ekki fara til baka, heldur finna leiðina áfram. En til þess þarf sterka og kærleiksríka leiðtoga sem hafa raunverulega trú á þessum grunngildum og þykir nógu vænt um þau til að leyfa þeim ekki að útvatnast eða smám saman hverfa af sjónarsviðinu. Með því að grafa undan þeim stofnunum sem hafa fært okkur frið, velsæld og aukin mannréttindi síðustu áratugina munu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir aðeins dýpka. Það er mikið hagsmunamál fyrir Ísland að styðja við sterkt alþjóðakerfi þar sem aukin samvinna og meiri opnun tryggir áframhaldandi framfarir. Höfundur er utanríkisráðherra.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar