Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun