Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. október 2025 07:03 Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni. Fjallaði ræðan þó einkum um helztu áherzlur Samfylkingarinnar og ríkisstjórnar Kristrúnar. Ólíkt því sem raunin var í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, á landsþingi flokksins á dögunum. Hið sama á við um stjórnmálaályktun flokksstjórnarfundarins. Þar er fjallað um utanríkismál eins og stríðið í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafsins en ekkert um Evrópusambandið. Þykir þetta renna frekari stoðum undir það að flokkarnir tveir, svo ekki sé minnzt á þriðja ríkisstjórnarflokkinn Flokk fólksins, séu engan veginn á sömu blaðsíðu þegar kemur að því hvort áherzla sé á málið af hálfu ríkisstjórnarinnar eða ekki. Bætist það til að mynda við áberandi þátttökuleysi Samfylkingarinnar, og einkum forystunnar, í umræðunni um sambandið sem ljóst er að þegar er komin á fulla ferð. Kristrún lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í lok sumars að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið og að ekki væru tengsl þar á milli. Þau orð féllu í grýttan jarðveg innan Viðreisnar og var þeim skilaboðum komið á framfæri í kjölfarið að ef ljóst yrði á einhverjum tímapunkti að ekki yrði að þjóðaratkvæðinu þýddi það endalok ríkisstjórnarsamstarfsins. Þá óttast Viðreisnarfólk að flokkur þess verði einn um það af stjórnarmálaflokkum landsins að tala fyrir því að sózt verði á nýjan leik eftir inngöngu í sambandið í aðdraganda þjóðaratkvæðisins. Forysta Samfylkingarinnar er ljóslega meðvituð um það að ein af helztu ástæðum aukins fylgis flokksins er sú ákvörðun að leggja mál sem væru til þess fallin að sundra stuðningsmönnum hans til hliðar. Mál eins og áherzla á það að skipta um stjórnarskrá og ganga í Evrópusambandið eins og Kristrún nefndi á landsfundi Samfylkingarinnar haustið 2022 þegar hún var kjörin formaður flokksins. Það er eitt að hafa, að því er virðist, með semingi samþykkt að haldið yrði þjóðaratkvæði um það hvort sózt verði eftir inngöngu í sambandið en annað færi flokkurinn að beita sér í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun