Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar 2. október 2025 10:02 Nýverið ritaði Þórður Snær Júlíusson skoðanagrein á þessum vettvangi þar sem hann kallaði samsköttun skattaglufu og jafnframt fullyrti hann að því hærri sem tekjurnar væru, því meiri yrði skattaafslátturinn. Með því var að hann að koma að þeim hughrifum að þeir allra ríkustu nytu ennþá meiri skattaafsláttar en þeir sem væru aðeins minna ríkir. Og með því telur hann væntanlega meirihluta þjóðarinnar vera sama þótt þessari svokölluðu skattaglufu yrði lokað. Miðvikudaginn 1. október 2025 fær annar starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar birta skoðanagrein með heitinu „Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun“. Nú eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar að reyna að rétta af kúrsinn með því að halda því fram að alls ekki sé verið að afnema samsköttun hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það sé nefnilega ekki verið að afnema rétt til samnýtingar persónuafsláttar. Starfsmaðurinn spyr hvort það sé réttlætanlegt að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða. Jafnframt heldur hann því fram að þessi tilfærsla sé einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Þessi fullyrðing er röng og á væntanlega að vekja þau hugrif að báðir aðilar í parasambandi séu með há laun. Annar aðilinn sé skattlagður í hæsta þrepi en hinn aðilinn með það há laun að hann sé skattlagður í milli þrepi. Pör þar sem annar aðilinn er ekki með tekjur eða lágar tekjur njóti ekki þessa skattahagræðis. Starfsmaðurinn sem ritar seinni greinina segir að mikilvægt sé að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar. Það er rétt hjá honum. Hann heldur því fram að andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna beri á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. En er áttaviti þeirra félaganna, starfmanna þingflokks Samfylkingarinnar, nothæfur og óhlutdrægur? Það er hægt að rökstyðja að svo sé ekki. Þeir eru sjálfir að afvegaleiða umræðuna. Fyrir það fyrsta er rétt að taka fram að pólitískum frambjóðendum til kosninga er að sjálfsögðu frjálst að kynna fyrir almenningi í kosningabaráttu hvernig þeir hyggjast haga sér í skattamálum komist þeir til valda. Ef þeir hafa í huga að hækka skatta á einhverja þjóðfélagshópa eða breyta skattkerfinu á einhvern hátt þannig að sumir borgi hærri skatta en aðrir lægri er heiðarlegast segja það berum orðum. Þeir sem aðhyllast slíkar breytingar geta þá kosið viðkomandi flokk með upplýstum hætti. En það er annað þegar skattar eru í raun hækkaðir með þeim hætti að halda því fram að ekki sé verið að hækka skatta heldur sé verið að fella niður sérstaka skattastyrki. Niðurstaðan er sú sama. Þeir sem fyrir verða borga hærri skatta en áður. Og það er blekking að láta ekki vita um þessar fyrirætlanir í kosningabaráttu. Og halda því síðan blákalt fram að ekki sé verið að hækka skatta. Í kosningabaráttu núverandi ríkisstjórnar var því heitið að skattar á almenning yrðu ekki hækkaðir. Það er áhugavert að sjá hvernig starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar keppast nú við að réttlæta þessa skattahækkun. Tvímenningarnir sem hafa ritað á þennan vettvang byggja réttlætinguna á því að þetta séu hvort sem er einungis þeir ríku sem verða fyrir barðinu á þessari skattahækkun. Verið sé að loka skattaglufu sem sé eingöngu fyrir hendi í þágu hinna efnameiri. Gott og vel, Samfylkingin hefði verið heiðarlegri hefði hún sagt þetta í aðdraganda kosninga. Það er síðan athyglisvert að skoða röksemd þriðja starfsmanns þingflokks Samfylkingarinnar, fjármálaráðherrans, sem rökstyður afnám samsköttunar með allt öðrum hætti í fjárlagafrumvarpinu. Fjármálaráðherrann rökstyður afnám samsköttunar með tvennum hætti. Annars vegar sé það vegna ráðlegginga frá sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Þetta er ekki útskýrt neitt nánar þannig að almennur lesandi getur enga grein gert sér fyrir hver séu hin efnislegu rök. Hins vegar er afnámið rökstutt út frá þeirri forsendu að 81% þeirra sem njóta séu karlar en einungis 19% konur. Þannig að með því að afnema samsköttun þá stuðli það að kynjajafnrétti. Nánar er þetta rökstutt með því að segja að það séu konur sem hafi að jafnaði lægri laun en karlar og beri að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis og umönnunarstörfum. Hvernig er hægt að setja þennan texta í það samhengi að hann stuðli að kynjajafnrétti? Samanlagt kemur parið verr út úr þessari breytingu óháð því hvor aðilinn er tekjuhærri. Fjölskyldan er verr sett en áður. En vissulega breytast hlutföllin 19% af ávinningi kvenna og 81% af ávinning karla í 0% ávinning kvenna og 0% ávinning karla. Enda skv. höfundum fjárlagafrumvarpsins er alls ekki verið að hækka skattana heldur fella niður skattastyrk. Með þeirri fínu afleiðingu að jafnrétti kynjanna eykst. Það er reyndar athyglisvert að höfundar frumvarpsins virðast alveg hafa gleymt því að það er búið að lögfesta reglur um staðfesta samvist. Þannig að í íslensku samfélagi í dag eru parasambönd alls ekki alltaf á milli karls og konu. Í þessu samhengi, um jafnrétti kynjanna, verður að hafa í huga að löggjafinn hefur gert ráð fyrir því að framlög hvors aðila um sig geta verið í misjöfnu formi. Í hjúskaparlögum nr. 31/1993 kemur fram að hjón og aðilar í staðfestri samvist bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar, sem felur í sér heimilisrekstur, sameiginlegar þarfir, uppeldi og menntun barna og sérþarfir beggja aðila. Þá er tekið fram í lögunum að framfærsluframlög geti verið fólgin í peningagreiðslum, vinnu á heimili, eða öðrum stuðningi við fjölskyldu. Sérstaklega er tekið fram að framlög skiptist á milli hjóna eftir getu þeirra og aðstæðum. Í rökstuðningi tvímenninganna er alveg horft framhjá ofangreindum rökstuðningi félaga þeirra fjármálaráðherrans. Sem er skiljanlegt því hann heldur ekki vatni. En þó er eitt atriði sem þeir eiga sameiginlegt. Þeir líta allir á samsköttun með neikvæðum hætti og kalla samsköttunina skattastyrk, skattaafslátt eða skattaglufu. Með öðrum orðum horfa þeir allir á málið út frá því sjónarhorni að ef ekki eru innheimtir eins háir skattar og hverju sinni er heimilt að innheimta skv. lögum þá sé um ræða frávik frá grunngerð skattkerfisins með tilheyrandi tekjutapi ríkissjóðs. Sem sagt grunngerð skattkerfisins felst í að innheimta eins háa skatta og hverju sinni er heimilt. Þannig að það er ekki horft á skattkerfið sem eina heild þar sem búið er að ákveða að misjöfn skattlagning geti átt sér stað á mismunandi hópa samfélagsins eftir mismunandi aðstæðum þeirra og mismunandi æviskeiðum. Í skattkerfinu er að finna fjölmörg úrræði sem hafa félagslegan tilgang og miða að því að styðja við tilgreinda hópa í samfélaginu. Þessi stuðningur getur m.a. birst í formi beinna bótagreiðslna, skattafslátta, frádráttarheimilda og sérstakra ívilnana. Má sem dæmi nefna barnabætur og vaxtabætur. Einnig má sem dæmi nefna sérhæfðan stuðning til einstaklinga sem búa við erfiðar aðstæður í samræmi við 65. gr. l. nr. 90/2003 um tekjuskatt. Framangreindur stuðningur stendur ekki öllum til boða heldur einstökum þjóðfélagshópum eða einstaklingum. Sjónarhorn þrímenninganna gefur til kynna að þeir líti almennt á fjármuni almennings í grunninn sem eign þess opinbera. Og að þeirra flokkur sé best til þess fallinn að endurúthluta þessum fjármunum til ákveðinna hópa samfélagsins eða í verkefni þeim þóknanleg. Þetta er tilraun sem hefur áður verið gerð annars staðar og gekk ekki upp. Heimildin til samsköttunar hefur verið í lögum frá því árið 2010. Á 150. löggjafarþinginu 2019-2020 voru gerðar töluverðar breytingar á samsköttunarheimildinni. Það er fróðlegt að skoða hvað segir í frumvarpinu sem fylgdi lagabreytingartillögunni og ágætt að hafa í huga í umræðunni núna. Teknar eru nokkrar setningar sem dæmi en ekki samfelldur texti: Tilefni frumvarpsins má meðal annars rekja til stuðnings stjórnvalda við lífskjarasamninga, þ.e. kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 2019 til 2022. Um er að ræða aðgerðir sem stutt geta við markmið um stöðugleika í efnahagsmálum og bætt kjör launafólks á almennum vinnumarkaði. … með það að leiðarljósi að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur. Jafnframt að sú vinna fari fram í samráði við aðila vinnumarkaðarins til að tryggja að væntanlegar breytingar skili launafólki og samfélaginu öllu raunverulegum ávinningi. Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp. Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps. Það er nefnilega það. Með þessum breytingum var m.a. verið að draga úr umfangi samnýtingar skattþrepa sem hafði verið meira fyrir breytinguna. Á árinu 2019, þegar skattþrepin voru tvö, var hámarks fjárhæðin sem hjón gátu nýtt sér með þessum hætti kr. 4.200.000 á þágildandi verðlagi. Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar segir að því hærri sem launin séu þeim muni hærri verði skattaafslátturinn. Starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar segir að samsköttunin nýtist eingöngu ef par er skattlagt í efsta þrepi og milli þrepi. Þannig sé samnýting skattþrepa skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Hvort tveggja er rangt. Í 4. tl. 1. mgr. 66. gr. l. nr. 90/2003 um tekjuskatt er sett hámark á þá fjárhæð sem unnt er að samnýta. Hámarksfjárhæðin er í dag kr. 3.581.173. Í dag er skatthlutfallið í efsta þrepi 46,29% (þar af tekjuskattur 31,35%). Skatthlutfallið í öðru þrepi er 37,99% (þar af tekjuskattur 23,05%). Á mannamáli þýðir það að ef hjón geta fullnýtt þessa samnýtingarheimild þá greiða þau í skatt af þessari fjárhæð, kr 1.360.488 kr. í stað þess að greiða kr. 1.657.725. Mismunurinn er kr. 297.237. Þannig að hversu tekjuhár sem tekjuhærri makinn er þá njóta hjónin aldrei meira skattahagræðis en sem nemur þessari fjárhæð. Og til að geta nýtt heimildina þarf tekjulægri makinn að hafa lægri tekjuskattsstofn en kr. 11.125.045. Ekki er skilyrði að hann hafi tekjuskattstofn sem nemur á milli kr. 7.162.346 og 11.125.045 (milli þrepið). Undirritaður var til spjalls um þetta málefni á Bylgjunni þann 11. september sl. Og fékk mikil viðbrögð. Í einu símtali við aðila sem undirritaður þekkir engin deili á var honum sögð saga. Aðilinn sagðist hafa verið ánægður með viðtalið en sagði að það hefði vantað í það að tala um einn hóp. Hann og eiginkona hans eiga þrjú börn. Tvö þeirra glíma við ákveðna fötlun sem hefur haft í för með sér að eiginkonan hefur unnið minna en hann meira. Og þau hafa getað nýtt sér þetta úrræði frá því að það var tekið upp. Þ.e. að minnka heildarskattbyrði fjölskyldunnar með því að þau hafa getað nýtt sér þessa samsköttunarheimild. Sem Þórður Snær kallar svo smekklega að þau hafi verið að nýta sér skattaglufu. Nánast eins og þau séu skattsvikarar. „Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk“. Einmitt. Höfundur er lögmaður og andstæðingur villandi málflutnings ríkisstjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýverið ritaði Þórður Snær Júlíusson skoðanagrein á þessum vettvangi þar sem hann kallaði samsköttun skattaglufu og jafnframt fullyrti hann að því hærri sem tekjurnar væru, því meiri yrði skattaafslátturinn. Með því var að hann að koma að þeim hughrifum að þeir allra ríkustu nytu ennþá meiri skattaafsláttar en þeir sem væru aðeins minna ríkir. Og með því telur hann væntanlega meirihluta þjóðarinnar vera sama þótt þessari svokölluðu skattaglufu yrði lokað. Miðvikudaginn 1. október 2025 fær annar starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar birta skoðanagrein með heitinu „Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun“. Nú eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar að reyna að rétta af kúrsinn með því að halda því fram að alls ekki sé verið að afnema samsköttun hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það sé nefnilega ekki verið að afnema rétt til samnýtingar persónuafsláttar. Starfsmaðurinn spyr hvort það sé réttlætanlegt að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða. Jafnframt heldur hann því fram að þessi tilfærsla sé einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Þessi fullyrðing er röng og á væntanlega að vekja þau hugrif að báðir aðilar í parasambandi séu með há laun. Annar aðilinn sé skattlagður í hæsta þrepi en hinn aðilinn með það há laun að hann sé skattlagður í milli þrepi. Pör þar sem annar aðilinn er ekki með tekjur eða lágar tekjur njóti ekki þessa skattahagræðis. Starfsmaðurinn sem ritar seinni greinina segir að mikilvægt sé að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar. Það er rétt hjá honum. Hann heldur því fram að andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna beri á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. En er áttaviti þeirra félaganna, starfmanna þingflokks Samfylkingarinnar, nothæfur og óhlutdrægur? Það er hægt að rökstyðja að svo sé ekki. Þeir eru sjálfir að afvegaleiða umræðuna. Fyrir það fyrsta er rétt að taka fram að pólitískum frambjóðendum til kosninga er að sjálfsögðu frjálst að kynna fyrir almenningi í kosningabaráttu hvernig þeir hyggjast haga sér í skattamálum komist þeir til valda. Ef þeir hafa í huga að hækka skatta á einhverja þjóðfélagshópa eða breyta skattkerfinu á einhvern hátt þannig að sumir borgi hærri skatta en aðrir lægri er heiðarlegast segja það berum orðum. Þeir sem aðhyllast slíkar breytingar geta þá kosið viðkomandi flokk með upplýstum hætti. En það er annað þegar skattar eru í raun hækkaðir með þeim hætti að halda því fram að ekki sé verið að hækka skatta heldur sé verið að fella niður sérstaka skattastyrki. Niðurstaðan er sú sama. Þeir sem fyrir verða borga hærri skatta en áður. Og það er blekking að láta ekki vita um þessar fyrirætlanir í kosningabaráttu. Og halda því síðan blákalt fram að ekki sé verið að hækka skatta. Í kosningabaráttu núverandi ríkisstjórnar var því heitið að skattar á almenning yrðu ekki hækkaðir. Það er áhugavert að sjá hvernig starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar keppast nú við að réttlæta þessa skattahækkun. Tvímenningarnir sem hafa ritað á þennan vettvang byggja réttlætinguna á því að þetta séu hvort sem er einungis þeir ríku sem verða fyrir barðinu á þessari skattahækkun. Verið sé að loka skattaglufu sem sé eingöngu fyrir hendi í þágu hinna efnameiri. Gott og vel, Samfylkingin hefði verið heiðarlegri hefði hún sagt þetta í aðdraganda kosninga. Það er síðan athyglisvert að skoða röksemd þriðja starfsmanns þingflokks Samfylkingarinnar, fjármálaráðherrans, sem rökstyður afnám samsköttunar með allt öðrum hætti í fjárlagafrumvarpinu. Fjármálaráðherrann rökstyður afnám samsköttunar með tvennum hætti. Annars vegar sé það vegna ráðlegginga frá sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Þetta er ekki útskýrt neitt nánar þannig að almennur lesandi getur enga grein gert sér fyrir hver séu hin efnislegu rök. Hins vegar er afnámið rökstutt út frá þeirri forsendu að 81% þeirra sem njóta séu karlar en einungis 19% konur. Þannig að með því að afnema samsköttun þá stuðli það að kynjajafnrétti. Nánar er þetta rökstutt með því að segja að það séu konur sem hafi að jafnaði lægri laun en karlar og beri að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis og umönnunarstörfum. Hvernig er hægt að setja þennan texta í það samhengi að hann stuðli að kynjajafnrétti? Samanlagt kemur parið verr út úr þessari breytingu óháð því hvor aðilinn er tekjuhærri. Fjölskyldan er verr sett en áður. En vissulega breytast hlutföllin 19% af ávinningi kvenna og 81% af ávinning karla í 0% ávinning kvenna og 0% ávinning karla. Enda skv. höfundum fjárlagafrumvarpsins er alls ekki verið að hækka skattana heldur fella niður skattastyrk. Með þeirri fínu afleiðingu að jafnrétti kynjanna eykst. Það er reyndar athyglisvert að höfundar frumvarpsins virðast alveg hafa gleymt því að það er búið að lögfesta reglur um staðfesta samvist. Þannig að í íslensku samfélagi í dag eru parasambönd alls ekki alltaf á milli karls og konu. Í þessu samhengi, um jafnrétti kynjanna, verður að hafa í huga að löggjafinn hefur gert ráð fyrir því að framlög hvors aðila um sig geta verið í misjöfnu formi. Í hjúskaparlögum nr. 31/1993 kemur fram að hjón og aðilar í staðfestri samvist bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar, sem felur í sér heimilisrekstur, sameiginlegar þarfir, uppeldi og menntun barna og sérþarfir beggja aðila. Þá er tekið fram í lögunum að framfærsluframlög geti verið fólgin í peningagreiðslum, vinnu á heimili, eða öðrum stuðningi við fjölskyldu. Sérstaklega er tekið fram að framlög skiptist á milli hjóna eftir getu þeirra og aðstæðum. Í rökstuðningi tvímenninganna er alveg horft framhjá ofangreindum rökstuðningi félaga þeirra fjármálaráðherrans. Sem er skiljanlegt því hann heldur ekki vatni. En þó er eitt atriði sem þeir eiga sameiginlegt. Þeir líta allir á samsköttun með neikvæðum hætti og kalla samsköttunina skattastyrk, skattaafslátt eða skattaglufu. Með öðrum orðum horfa þeir allir á málið út frá því sjónarhorni að ef ekki eru innheimtir eins háir skattar og hverju sinni er heimilt að innheimta skv. lögum þá sé um ræða frávik frá grunngerð skattkerfisins með tilheyrandi tekjutapi ríkissjóðs. Sem sagt grunngerð skattkerfisins felst í að innheimta eins háa skatta og hverju sinni er heimilt. Þannig að það er ekki horft á skattkerfið sem eina heild þar sem búið er að ákveða að misjöfn skattlagning geti átt sér stað á mismunandi hópa samfélagsins eftir mismunandi aðstæðum þeirra og mismunandi æviskeiðum. Í skattkerfinu er að finna fjölmörg úrræði sem hafa félagslegan tilgang og miða að því að styðja við tilgreinda hópa í samfélaginu. Þessi stuðningur getur m.a. birst í formi beinna bótagreiðslna, skattafslátta, frádráttarheimilda og sérstakra ívilnana. Má sem dæmi nefna barnabætur og vaxtabætur. Einnig má sem dæmi nefna sérhæfðan stuðning til einstaklinga sem búa við erfiðar aðstæður í samræmi við 65. gr. l. nr. 90/2003 um tekjuskatt. Framangreindur stuðningur stendur ekki öllum til boða heldur einstökum þjóðfélagshópum eða einstaklingum. Sjónarhorn þrímenninganna gefur til kynna að þeir líti almennt á fjármuni almennings í grunninn sem eign þess opinbera. Og að þeirra flokkur sé best til þess fallinn að endurúthluta þessum fjármunum til ákveðinna hópa samfélagsins eða í verkefni þeim þóknanleg. Þetta er tilraun sem hefur áður verið gerð annars staðar og gekk ekki upp. Heimildin til samsköttunar hefur verið í lögum frá því árið 2010. Á 150. löggjafarþinginu 2019-2020 voru gerðar töluverðar breytingar á samsköttunarheimildinni. Það er fróðlegt að skoða hvað segir í frumvarpinu sem fylgdi lagabreytingartillögunni og ágætt að hafa í huga í umræðunni núna. Teknar eru nokkrar setningar sem dæmi en ekki samfelldur texti: Tilefni frumvarpsins má meðal annars rekja til stuðnings stjórnvalda við lífskjarasamninga, þ.e. kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 2019 til 2022. Um er að ræða aðgerðir sem stutt geta við markmið um stöðugleika í efnahagsmálum og bætt kjör launafólks á almennum vinnumarkaði. … með það að leiðarljósi að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur. Jafnframt að sú vinna fari fram í samráði við aðila vinnumarkaðarins til að tryggja að væntanlegar breytingar skili launafólki og samfélaginu öllu raunverulegum ávinningi. Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp. Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps. Það er nefnilega það. Með þessum breytingum var m.a. verið að draga úr umfangi samnýtingar skattþrepa sem hafði verið meira fyrir breytinguna. Á árinu 2019, þegar skattþrepin voru tvö, var hámarks fjárhæðin sem hjón gátu nýtt sér með þessum hætti kr. 4.200.000 á þágildandi verðlagi. Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar segir að því hærri sem launin séu þeim muni hærri verði skattaafslátturinn. Starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar segir að samsköttunin nýtist eingöngu ef par er skattlagt í efsta þrepi og milli þrepi. Þannig sé samnýting skattþrepa skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Hvort tveggja er rangt. Í 4. tl. 1. mgr. 66. gr. l. nr. 90/2003 um tekjuskatt er sett hámark á þá fjárhæð sem unnt er að samnýta. Hámarksfjárhæðin er í dag kr. 3.581.173. Í dag er skatthlutfallið í efsta þrepi 46,29% (þar af tekjuskattur 31,35%). Skatthlutfallið í öðru þrepi er 37,99% (þar af tekjuskattur 23,05%). Á mannamáli þýðir það að ef hjón geta fullnýtt þessa samnýtingarheimild þá greiða þau í skatt af þessari fjárhæð, kr 1.360.488 kr. í stað þess að greiða kr. 1.657.725. Mismunurinn er kr. 297.237. Þannig að hversu tekjuhár sem tekjuhærri makinn er þá njóta hjónin aldrei meira skattahagræðis en sem nemur þessari fjárhæð. Og til að geta nýtt heimildina þarf tekjulægri makinn að hafa lægri tekjuskattsstofn en kr. 11.125.045. Ekki er skilyrði að hann hafi tekjuskattstofn sem nemur á milli kr. 7.162.346 og 11.125.045 (milli þrepið). Undirritaður var til spjalls um þetta málefni á Bylgjunni þann 11. september sl. Og fékk mikil viðbrögð. Í einu símtali við aðila sem undirritaður þekkir engin deili á var honum sögð saga. Aðilinn sagðist hafa verið ánægður með viðtalið en sagði að það hefði vantað í það að tala um einn hóp. Hann og eiginkona hans eiga þrjú börn. Tvö þeirra glíma við ákveðna fötlun sem hefur haft í för með sér að eiginkonan hefur unnið minna en hann meira. Og þau hafa getað nýtt sér þetta úrræði frá því að það var tekið upp. Þ.e. að minnka heildarskattbyrði fjölskyldunnar með því að þau hafa getað nýtt sér þessa samsköttunarheimild. Sem Þórður Snær kallar svo smekklega að þau hafi verið að nýta sér skattaglufu. Nánast eins og þau séu skattsvikarar. „Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk“. Einmitt. Höfundur er lögmaður og andstæðingur villandi málflutnings ríkisstjórnarflokkanna.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun