Handbolti

Sandra með stór­leik í sigri gegn Sel­fossi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir átti stórleik.  
Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir átti stórleik.   VÍSIR/HULDA MARGRÉT

ÍBV komst upp í efsta sæti Olís deildar kvenna með 31-22 sigri gegn Selfossi í fjórðu umferð deildarinnar.

Sigur Eyjakvenna gegn stigalausum Selfyssingum var afar öruggur. Staðan var 16-12 í hálfleik en ÍBV steig bensíngjöfina í seinni hálfleik og vann að endingu með níu mörkum.

Sandra Erlingsdóttir átti stórleik og skoraði tíu mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Amalia Froland fór mikinn í markinu og varði helming allra skota sem hún fékk á sig, eða alls sextán skot.

ÍBV hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og fer með sigri kvöldsins upp í efsta sæti deildarinnar en KA/Þór er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og á leik til góða gegn Haukum á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×