Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 1. október 2025 13:30 Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Menning Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar