Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar 1. október 2025 11:03 Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun