Formúla 1

Segir á­kvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamilton og Roscoe á góðri stundu.
Hamilton og Roscoe á góðri stundu. Vísir/Getty Images

Lewis Hamilton, margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, þurfti nýverið að láta svæfa hund sinn Roscoe. Hamilton segir það hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns.

Hinn fertugi Hamilton greindi frá ákvörðuninni á Instagram-síðu sinni. Þar sagði hann að hinn 12 ára gamli Roscoe hefði verið í öndunarvél síðustu fjóra daga.

Roscoe hafði fengið virkilega slæma lungnabólgu og var þungt haldinn þegar hann var svæfður til að hægt væri að framkvæmda frekari rannsóknir. Við það stöðvaðist hjarta hundsins og honum var í kjölfarið haldið í dái, og öndunarvél.

„Hann hætti aldrei að berjast, alveg fram í rauðan dauðan,“ sagði Hamilton meðal annars um vin sinn sem er nú fallinn frá.

Ökumaðurinn segir jafnframt að hafa tekið Roscoe inn í líf sitt hafi verið besta ákvörðun sem hann hafi teið á lífsleiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×