Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:10 Erica Stoll fékk yfir sig mikið magn af fúkyrðum og einnig bjórglas á Ryder-bikarnum í ár. Ólíðandi, segir eiginmaður hennar Rory McIlroy. Getty/Jared C. Tilton Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. Norður-Írinn Rory McIlroy virtist sérstaklega verða fyrir miklu aðkasti um helgina en ekki síður eiginkona hans, hin bandaríska Erica Stoll, sem fylgdi sínum manni eftir. Á myndbandi sést til að mynda þegar bjórplastglasi var kastað þannig að það lenti á höfði Stoll. Here’s the full scene as Rory McIlroy’s wife Erica got hit with a beer (glanced off her hat) on Saturday afternoon.Rory and Lowry had just won on 18 and he was coming back to 17 to cheer on the groups behind — and celebrate with Euro fans.Looked like someone hit the drink out… pic.twitter.com/vdG4mAny1s— Dylan Dethier (@dylan_dethier) September 28, 2025 Löggæsla var aukin á mótinu og lögregluhundar voru á svæðinu, og hálfgrínaðist McIlroy með það að sleppa hefði átt hundunum lausum, til að ráðast á „golfbullurnar“ sem gengu of langt. McIlroy, sem náði í þrjá og hálfan vinning á föstudag og laugardag en tapaði svo fyrir Scottie Scheffler í einvígi í gær, segir að ekki komi til greina að sams konar hegðun verði liðin þegar Ryder-bikarinn verður í Evrópu eftir tvö ár. Það sé of langt gengið þegar fúkyrðin beinist að fjölskyldu kylfinga. „Ætti að vera alveg bannað“ „Það ætti að vera alveg bannað [að urða yfir fjölskyldur kylfinga] en augljóslega var það ekki þannig þessa helgi. Það er í góðu lagi með Ericu. Hún er mjög, mjög sterk kona. Hún höndlaði allt sem á gekk um helgina með mikilli yfirvegun, klassa og virðingu, eins og hún gerir alltaf. Ég elska hana og við munum njóta þess að fagna saman í kvöld,“ sagði McIlroy eftir sigurinn í gær. Norður-Írinn sagði frá því í fyrra að þau Stoll væru skilin en þau náðu svo aftur saman seinna um sumarið. „Ótrúlegt hvernig henni tókst að halda áfram“ Félagi McIlroy í fjórboltanum, Shane Lowry, hrósaði Stoll eftir mótið: „Ég var þarna í tvo daga með Ericu McIlroy og hún þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum. Það var ótrúlegt hvernig henni tókst að halda áfram þarna úti að styðja við eiginmann sinn og liðið, og hún á hrós skilið fyrir það,“ sagði Lowry. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir áhorfendur fjarlægðir af vellinum vegna hegðunar sinnar á laugardaginn, segir í frétt ESPN. Þann dag sást McIlroy meðal annars snúa sér að áhorfendum fyrir högg á 16. braut og kalla „viljið þið halda f***ing kjafti!“ Hann átti svo í kjölfarið frábært högg og naut þess í botn en er harður á því að áhorfendur eigi ekki að fá að komast upp með að reyna sífellt að trufla kylfinga með ljótum hrópum. „Mér finnst að við megum ekki samþykkja þetta í golfi. Mér finnst að golf eigi að vera hærra metið en svo að það sem sást í þessari viku endurtaki sig. Golf getur sameinað fólk. Golf kennir manni góðar lífsreglur. Það kennir manni kurteisi. Það kennir manni að fara eftir reglum. Það kennir manni að sýna fólki virðingu. Stundum var það ekki þannig þessa viku,“ sagði McIlroy. „Það var mikið af óásættanlegu orðbragði og móðgandi hegðun. En höfum í huga að þetta er minnihluti áhorfenda. Þetta er ekki meirihlutinn. Meirihluti fólksins hér eru sannir, virðulegir golfáhugamenn sem leyfa báðum liðum að fá sama tækifæri til að slá og spila sanngjarna keppni. En það var lítill hópur fólks sem hagaði sér aðeins öðruvísi en það,“ sagði McIlroy og hélt áfram: „Þetta ætti ekki að vera ásættanlegt í Ryder bikarnum. En við munum tryggja að við segjum við aðdáendur okkar á Írlandi árið 2027 að það sem gerðist hér í þessari viku sé ekki ásættanlegt, og fyrir mér er það: „Komið og styðjið heimaliðið ykkar. Komið og styðjið liðið ykkar.““ Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy virtist sérstaklega verða fyrir miklu aðkasti um helgina en ekki síður eiginkona hans, hin bandaríska Erica Stoll, sem fylgdi sínum manni eftir. Á myndbandi sést til að mynda þegar bjórplastglasi var kastað þannig að það lenti á höfði Stoll. Here’s the full scene as Rory McIlroy’s wife Erica got hit with a beer (glanced off her hat) on Saturday afternoon.Rory and Lowry had just won on 18 and he was coming back to 17 to cheer on the groups behind — and celebrate with Euro fans.Looked like someone hit the drink out… pic.twitter.com/vdG4mAny1s— Dylan Dethier (@dylan_dethier) September 28, 2025 Löggæsla var aukin á mótinu og lögregluhundar voru á svæðinu, og hálfgrínaðist McIlroy með það að sleppa hefði átt hundunum lausum, til að ráðast á „golfbullurnar“ sem gengu of langt. McIlroy, sem náði í þrjá og hálfan vinning á föstudag og laugardag en tapaði svo fyrir Scottie Scheffler í einvígi í gær, segir að ekki komi til greina að sams konar hegðun verði liðin þegar Ryder-bikarinn verður í Evrópu eftir tvö ár. Það sé of langt gengið þegar fúkyrðin beinist að fjölskyldu kylfinga. „Ætti að vera alveg bannað“ „Það ætti að vera alveg bannað [að urða yfir fjölskyldur kylfinga] en augljóslega var það ekki þannig þessa helgi. Það er í góðu lagi með Ericu. Hún er mjög, mjög sterk kona. Hún höndlaði allt sem á gekk um helgina með mikilli yfirvegun, klassa og virðingu, eins og hún gerir alltaf. Ég elska hana og við munum njóta þess að fagna saman í kvöld,“ sagði McIlroy eftir sigurinn í gær. Norður-Írinn sagði frá því í fyrra að þau Stoll væru skilin en þau náðu svo aftur saman seinna um sumarið. „Ótrúlegt hvernig henni tókst að halda áfram“ Félagi McIlroy í fjórboltanum, Shane Lowry, hrósaði Stoll eftir mótið: „Ég var þarna í tvo daga með Ericu McIlroy og hún þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum. Það var ótrúlegt hvernig henni tókst að halda áfram þarna úti að styðja við eiginmann sinn og liðið, og hún á hrós skilið fyrir það,“ sagði Lowry. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir áhorfendur fjarlægðir af vellinum vegna hegðunar sinnar á laugardaginn, segir í frétt ESPN. Þann dag sást McIlroy meðal annars snúa sér að áhorfendum fyrir högg á 16. braut og kalla „viljið þið halda f***ing kjafti!“ Hann átti svo í kjölfarið frábært högg og naut þess í botn en er harður á því að áhorfendur eigi ekki að fá að komast upp með að reyna sífellt að trufla kylfinga með ljótum hrópum. „Mér finnst að við megum ekki samþykkja þetta í golfi. Mér finnst að golf eigi að vera hærra metið en svo að það sem sást í þessari viku endurtaki sig. Golf getur sameinað fólk. Golf kennir manni góðar lífsreglur. Það kennir manni kurteisi. Það kennir manni að fara eftir reglum. Það kennir manni að sýna fólki virðingu. Stundum var það ekki þannig þessa viku,“ sagði McIlroy. „Það var mikið af óásættanlegu orðbragði og móðgandi hegðun. En höfum í huga að þetta er minnihluti áhorfenda. Þetta er ekki meirihlutinn. Meirihluti fólksins hér eru sannir, virðulegir golfáhugamenn sem leyfa báðum liðum að fá sama tækifæri til að slá og spila sanngjarna keppni. En það var lítill hópur fólks sem hagaði sér aðeins öðruvísi en það,“ sagði McIlroy og hélt áfram: „Þetta ætti ekki að vera ásættanlegt í Ryder bikarnum. En við munum tryggja að við segjum við aðdáendur okkar á Írlandi árið 2027 að það sem gerðist hér í þessari viku sé ekki ásættanlegt, og fyrir mér er það: „Komið og styðjið heimaliðið ykkar. Komið og styðjið liðið ykkar.““
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira