Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar