Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar 25. september 2025 16:00 Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Hilmar Harðarson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun