Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 12:06 Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun