Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 24. september 2025 09:03 Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar