Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar 23. september 2025 15:31 Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Rafhlaupahjól Slysavarnir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Síðasta vor gengu vegfarendur fram á hjólreiðamann sem lá í blóði sínu á hjólastíg. Reiðhjólið hans lá rétt hjá, hjálmurinn brotinn, maðurinn illa áttaður. Ekkert ljós logaði á nokkrum ljósastaurum við stíginn en undir næsta dimma ljósastaur lá rafskúta. Hringt var á neyðarlínuna og skömmu síðar kom sjúkrabíll og flutti hjólreiðamanninn á gjörgæsludeild Landspítalans. Tjónið var töluvert. Skítt með hjálminn, fatnaðinn og gleraugun. Verra mál að hann var með mikla áverka; sprungið milta, skurði og mörg beinbrot, m.a. sprungur í andlitsbeinum. Hann væri líklega ekki á meðal okkar ef hann hefði ekki fundist svo fljótt eftir byltuna. Og hver ber svo ábyrgð á því að aðskotahlutur er skilinn eftir á hjólastíg, undir myrkvuðum ljósastaur, með tilheyrandi slysahættu? Tryggingafélag rafskútuleigunnar hafnar bótaskyldu. Ber því við að notendur þurfi að staðfesta að þeir hafi lesið notkunarskilmála sem feli í sér reglur um hvernig eigi að leggja tækjunum og að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því að slökkt var á ljósastaurum. Auðvitað hefur enginn sagt að rafskútuleigan beri ábyrgð á bilun í ljósastaur. Sá sem skilur aðskotahlut eftir í myrkri ber ekki ábyrgð á myrkrinu heldur því hvernig hann hegðar sér við þær aðstæður. Spurningin er hinsvegar hvort rafskútuleigan beri einhverja ábyrgð á hegðun notenda, t.d. því hvar og hvernig tækin sem hún leigir út eru skilin eftir. Er nóg að setja fram notendaskilmála en gera ekkert til að fylgja þeim eftir eða grípa til aðgerða til að afstýra slysum þegar skilmálarnir eru ekki virtir? Það hefði verið hægt að láta reyna á ábyrgð rafskútuleigunnar fyrir dómi ef lögreglan hefði sinnt starfi sínu af sæmilegu viti. En það er ekki nóg með að eina myndin sem tekin var á staðnum sé tekin úr svo mikilli fjarlægð að það er illmögulegt að sanna frá hvaða leigu rafskútan er, heldur ritaði lögreglan líka nafn rangrar rafskútuleigu í skýrsluna. Með slíka sönnunarstöðu væri lítið vit í að höfða dómsmál gegn rafskútuleigunni og útilokað að finna notandann sem gekk frá skútunni. Rafskútur eru sennilega hættulegustu farartækin í umferðinni. Þær eru fyrirferðarlitlar og geta náð töluverðum hraða en engar kröfur eru gerðar um hæfni notenda. Engin ökutæki valda annarri eins slysahættu kyrrstæð. Notendaskilmálar virðast ekki þjóna þeim tilgangi að draga úr slysahættu en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar það hefur engar afleiðingar að brjóta þá. Á höfuðborgarsvæðinu eru hjól frá rafskútuleigum úti um allt, ýmist standandi eða liggjandi á miðjum gangstéttum og hjólastígum, í innkeyrslum, við bílastæði, í tröppum og utan í girðingum. Á Facebook er hópur sem heitir "Verst lagða rafskútan" þar sem birtar eru myndir af skútum sem taldar eru valda slysahættu eða óþægindum fyrir vegfarendur. Rafskútum mun sennilega fjölga á Íslandi á næstu árum enda eru þær hentug og skemmtileg farartæki, sérstaklega í góðu veðri. Nú er orðið dimmt á kvöldin en meirihluta septembermánaðar hefur viðrað vel og myrkrið stöðvar fólk ekki í að nota rafskútur af takmarkaðri ábyrgð eða skilja þær eftir þar sem þær hindra aðgengi og valda slysum. Fleiri slys af völdum þessara tækja kæmu ekkert sérstaklega á óvart og síst á þessum árstíma. Áður en til þess kemur vona ég þingmenn allra flokka sameinist um það markmið að setja nothæfar reglur um rafskútur og rafskútuleigur. Slysavarnir eru ekki flokkspólitískt mál og þarf ekki einu sinni að deila um þörfina á skýrari reglum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar