Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar 22. september 2025 08:33 Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun