Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar 22. september 2025 08:33 Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar